Peningamál - 01.11.2002, Síða 74

Peningamál - 01.11.2002, Síða 74
Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur vaknað nokkur umræða um það hvort ástæða sé til þess að breyta íslenska uppgjörskerfinu þannig að mögulegt verði að gera upp í erlendum gjaldmiðlum. Jafnframt hafa komið fram sjónarmið um að greiða megi fyrir þátt- töku erlendra aðila á íslenskum fjármálamarkaði með því að þróa fjölmyntauppgjörskerfi og samræma uppgjörstíma þess kerfis við það sem yfirleitt tíðkast erlendis, þ.e. T+3. Í þessum efnum hefur m.a. verið rætt um það hvort til greina komi að taka upp greiðsluuppgjör í Seðlabankanum í evrum og Bandaríkjadölum á T+3 í sérstöku uppgjörskerfi fyrir erlenda gjaldmiðla en halda tilhögun á uppgjöri verðbréfa í íslenskum krónum óbreyttri. Að því er uppgjör greiðslna varðar yrði gerð krafa um að lánastofnanir leggi fram til- tekna lágmarksgjaldeyrisinnstæðu á uppgjörsreikn- inga til tryggingar uppgjöri sem miðaðist við veltu viðkomandi stofnunar í kerfinu og tækju að auki sameiginlega ábyrgð á uppgjörsvanefnd hvers þátt- takanda. Þá yrði sett þak á stöðu hvers þátttakanda í kerfinu. Að öðru leyti hefðu lánastofnanir svigrúm til þess að nýta sér innlenda og erlenda gjaldeyris- markaði til að gera upp stöður á þriðja degi eftir að viðskipti fóru fram, þ.e. á T+3. Efndalok miðuðust við lok uppgjörs. Óskað hefur verið eftir mati RB á umfangi og kostnaði við tæknilega aðlögun sem slík breyting fæli í sér. Ef slíkt kerfi yrði þróað væri jafn- framt nauðsynlegt að greina þær tegundir áhættu sem breytingin hefði í för með sér fyrir skráningu og afhendingu verðbréfa. Þessi tilhögun uppgjörs verðbréfa í erlendum gjaldmiðlun byggist á því að nýta sem mest innviði (e. infrastructure) þess kerfis sem fyrir er. Fleiri lausnir koma þó til greina í þess- um efnum. Ljóst er að breyting sem þessi yrði bæði kostnað- arsöm og tímafrek, auk þess sem hún fæli í sér nýja áhættuþætti í uppgjörskerfinu. Sérstaklega ber þar að nefna nýja uppgjörsgjaldmiðla og uppgjörstíma á T+3. Því er nauðsynlegt að gera nákvæma greiningu á þörfinni fyrir slíkt kerfi, kostnaðinum við smíði þess, vinnunni við rekstur þess og þeim áhættuþátt- um sem slíku kerfi væru samfara. Lokaorð Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir mikilvægi öruggs og hagkvæms verðbréfauppgjörs fyrir fjár- málakerfið og fjármálastöðugleika. Lýst hefur verið hvernig verðbréfauppgjör fer fram, hvernig stofnana- legri uppbyggingu verðbréfauppgjörskerfa er almennt háttað og hvaða tegundir áhættu felast í slík- um kerfum. Fjallað hefur verið um alþjóðlega sam- vinnu um eflingu öryggis og hagkvæmni verðbréfa- uppgjörskerfa. Sérstaklega hefur verið gerð grein fyrir tilmælum CPSS og tækninefndar IOSCO fyrir verðbréfauppgjörskerfi. Þá hefur uppbyggingu ís- lenska verðbréfauppgjörskerfisins verið lýst, þeim stofnunum sem koma að kerfinu, tilhögun uppgjörs- ins og atriðum sem verið er að skoða varðandi þróun kerfisins. Fyrir liggur að fyrrnefnd tilmæli verða lögð til grundvallar úttekt Seðlabanka Íslands á öryggi og hagkvæmni íslenska verðbréfauppgjörskerfisins í tengslum við alþjóðlegt mat á fjármálastöðugleika hér á landi. Hugsanlega þarf að gera einhverjar breytingar á kerfinu þegar niðurstöður matsins liggja fyrir. Eins og fram hefur komið verður að telja að íslenska verðbréfauppgjörskerfið sé að flestu leyti nútímalegt, áreiðanlegt og hagkvæmt. Engin meiri- háttar áföll hafa átt sér stað í kerfinu. Það hefur þjón- að íslenska verðbréfamarkaðnum vel og áunnið sér nauðsynlegt traust fjárfesta og markaðsaðila. Áfram ber að vinna að þróun kerfisins með það að markmiði að auka enn frekar hagkvæmni þess og virkni fyrir verðbréfamarkaðinn. Hugsanlegar breytingar á kerf- inu verða þó að fara saman við þá meginkröfu að hvergi sé dregið úr öryggi þess og að uppfylltar séu ýtrustu kröfur sem mótaðar hafa verið í þeim efnum. PENINGAMÁL 2002/4 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.