Peningamál - 01.11.2002, Side 82

Peningamál - 01.11.2002, Side 82
PENINGAMÁL 2002/4 81 var ekki fyrr en enn síðar að þessi staða var nýtt til að reka virka peningastjórnun, sem í dag er megin- hlutverk flestra seðlabanka.3 Möguleikinn á stjórn peningamála í hagstjórnarskyni, eins og við þekkjum hana í dag, var lengi vel takmarkaður vegna gull- fótarins sem var við lýði fram að fyrri heims- styrjöldinni, auk þess sem hagstjórnarfræði voru mun vanþróaðri en í dag. Samandregið getum við því sagt að meginhlutverk seðlabanka séu eftirfarandi: • Útgáfa seðla og myntar. • Stöðugleiki fjármálakerfisins í heild, þ.m.t. virkt og öruggt greiðslukerfi. • Varðveisla gjaldeyrisforða. • Stjórn peningamála með þjóðhagsleg markmið að leiðarljósi. Seðlabankar geta auðvitað gegnt margs konar öðrum verkefnum, en það er þá sakir þess að stjórnvöld hafa tekið þar um sérstaka ákvörðun en ekki vegna þess að þau séu órjúfanlegur hluti af eðli seðlabanka. Dæmi um þetta er eftirlit með einstökum fjármála- stofnunum, umsjón með lántökum ríkissjóðs og sam- skipti við alþjóðastofnanir. Fræðilegur grundvöllur peningastjórnunar Ég ætla hér fyrst og fremst að beina sjónum mínum að peningastjórnunarhlutverki seðlabanka. Það er meginhlutverk flestra seðlabanka í dag. Það hefur einnig átt sér stað gífurlega mikil framþróun á því sviði á undanförnum árum og þaðan kemur titill erindisins, þ.e. verkefni og starfshættir nútíma seðla- banka. Þessi framþróun byggist á mun nánara sam- spili fræðilegrar hagfræði og seðlabankastarfsemi en raunin var fyrir nokkrum áratugum. Hagfræðikenn- ingar um markmið, verklag og skipulag seðlabanka hafa verið í mikilli framþróun og það er meiri eining um þær meðal hagfræðinga og seðlabankamanna en var. Þær hafa haft umtalsverð áhrif á starfsemi og skipulag seðlabanka víða um heim. Fræðilegur grundvöllur peningastjórnunar seðlabanka er því mun traustari en áður. Reyndar er það svo að sams konar þróun er að mínu mati í gangi varðandi hitt meginhlutverkið, þ.e. varðveislu fjármálalegs stöðugleika, en hún er styttra á veg komin og nær kannski aldrei jafn langt, m.a. þar sem viðfangsefnin eru í sumu töluvert ólík. Seðlabankar eru stöðugt að breyta vöxtum upp og niður og því verður til fjöldi mælinga á áhrifum þeirra á hagkerfið. Fjármála- kreppur verða hins vegar sem betur fer mjög sjaldan í hverju landi og eru innbyrðis ólíkar um margt. Það eru hins vegar tengsl á milli þessara tveggja megin- sviða, eins og ég kem að síðar. Sem dæmi um þær spurningar sem leitast er við að svara með vísindalegum hætti á grundvelli fræði- kenninga og reynslu má nefna: • Hvernig virka stjórntæki seðlabanka, einkum vextir, á hagkerfið? • Í hvaða mæli er heppilegt að seðlabankar bindi hendur sínar fyrirfram varðandi beitingu stjórn- tækja? Dæmi um slíkt eru yfirlýsingar um fast- gengisstefnu eða tiltekið verðbólgumarkmið. • Hvaða einfaldar reglur varðandi vaxtabreytingar virka vel? Þá er t.d. verið að huga að reglum sem skila árangri í því að verðbólgumarkmið náist en lýsa um leið vel raunverulegum viðbrögðum seðlabanka við hagsveiflum. Dæmi um slíka reglu er hin vel þekkta Taylor-regla. • Hvaða tillit á að taka til eignaverðs og eigna- verðsbóla við ákvörðun peningastefnunnar? • Hvernig er heppilegast að taka tillit til óvissu við ákvörðun peningastefnunnar? • Hvernig er heppilegast að skipuleggja ákvörð- unartöku í peningamálum? Skila peningastefnu- nefndir betri árangri en t.d. ákvarðanir eins seðla- bankastjóra sem styðst við ráðgjöf? Sumar af þessum spurningum hafa fengið betri svör en aðrar sem eru óútkljáðar og til mikillar um- fjöllunar um þessar mundir hjá fræðimönnum og seðlabankamönnum. Ég mun fjalla um nokkur af þessum atriðum en fyrst vil ég útskýra hvað peninga- stjórn er og hver áhrifin af henni eru á hagkerfið. Hvað felst í stjórn peningamála? Stjórn peningamála felur í sér aðgerðir seðlabanka til að hafa áhrif á peningamagn í umferð og/eða vexti á peningamarkaði með tiltekin þjóðhagsleg markmið að leiðarljósi. Þetta getur seðlabanki vegna einok- unar sinnar á útgáfu lögeyris, sakir þess að viðskipta- bankar eru þvingaðir til að eiga við hann innláns- og 3. Goodhart (áður ívitnaður) bls. 7 segir að „...sögulega er það í raun svo að peningastjórnunarhlutverkinu var bætt við fjármálaeftirlitshlutverk- ið en ekki öfugt“. (Lausleg þýðing höfundar.)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.