Peningamál - 01.11.2002, Side 85

Peningamál - 01.11.2002, Side 85
Þrennt leiðir af þessu. Í fyrsta lagi að trúverðug- leiki seðlabankans getur skipt miklu varðandi miðl- unarferli peningastefnunnar. Með trúverðugleika er átt við að aðilar hagkerfisins trúi því að seðlabankinn hafi getu og vilja til að ná því verðbólgumarkmiði sem honum er sett. Ef slík trú er til staðar er auð- veldara fyrir seðlabankann að ná markmiði sínu því að væntingarnar á markaðnum hjálpa honum. Það er einnig auðveldara fyrir hann að jafna hagsveifluna eða hjálpa fjármálafyrirtækjum í erfiðleikum því að grunsemdir vakna síður um að hann hafi eitthvað annað í hyggju. Ef trúverðugleiki er lítill getur t.d. vaxtalækkun leitt af sér hækkun verðbólguvæntinga. Tilætluð lækkun raunvaxta verður þá minni en ella og þar með verða örvunaráhrif á hagkerfið minni. Sama verður uppi á teningnum gagnvart genginu. Viðvarandi skortur á trúverðugleika leiðir ennfremur til aukins áhættuálags í vöxtum. Þeir verða því hærri en ella með neikvæðum afleiðingum fyrir hagvöxt og lífskjör. Í öðru lagi þarf peningastefnan að vera framsýn. Formlegar spár og mat á horfum í efnahagsmálum gegna því lykilhlutverki við mótun peningastefnunn- ar. Dæmi um þetta er að verðbólguspá Seðlabanka Íslands er mikilvægasta viðmið ákvarðana í peninga- málum.8 Í þriðja lagi, og það sem skiptir mestu máli í mínum huga, er að ákvarðanir í peningamálum eru alltaf teknar við skilyrði óvissu. Þessi óvissa er „undir, yfir og allt um kring“, ef svo má til orða taka. Það er ekki einungis að framtíðin sé alltaf í eðli sínu óviss. Til viðbótar kemur að óvissa ríkir einnig um ástandið á ríkjandi stund þar sem hagstærðir eru oftast mældar með nokkurri töf. Einnig ríkir óvissa um hvert sé rétta líkanið af hagkerfinu, hvernig miðlunarferli peningastefnunnar sé og hvernig markaðsaðilar bregðist við ákvörðunum í peninga- málum hverju sinni. Í mínum huga er það eitt af meginverkefnum seðlabanka að reyna eftir megni að yfirvinna áhrifin af þessari óvissu. Það gerir hann aðallega með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með því að búa yfir öflugu kerfi til að vaka yfir ástandi og horf- um í efnahagsmálum. Í öðru lagi með því að þreifa sig áfram varðandi breytingar á vöxtum, þ.e. breyta þeim oftar og í smærri skrefum en hann myndi vænt- anlega gera ef hann vissi allt um núið og framtíðina.9 Í þriðja lagi með því að hafa innra kerfi til að ræða ástand og horfur og hvað réttast sé að gera í peninga- málum og nýta þannig sem best þá þekkingu sem býr í bankanum. Ef ekki væri þessi óvissa gætu seðla- bankar verið mun minni. Að lokum er rétt að hafa í huga að óvissan verður aldrei að fullu yfirunnin og þess vegna verður peningastefna í framkvæmd alltaf blanda af vísindum og list. Þar sem þetta er svo mikilvægt langar mig að nefna tvö dæmi sem tengjast óvissunni. Það fyrra er kerfi Seðlabanka Íslands til að meta ástand og horfur í efnahagsmálum. Það kerfi er viðamikið og hefur verið að eflast á undanförnum misserum, enda varð mikilvægi framsýnnar peningastefnu enn meira en áður eftir að bankanum var sett verðbólgumarkmið. Í kerfið fara töluverðir starfskraftar. Lýsa má kerfinu með eftirfarandi hætti: Mat á hagvísum: Í hvert skipti sem nýjar hagtölur eru birtar eru þær teknar til skoðunar. Í hverjum mánuði skoðar og greinir hagfræðisvið bankans síðan vel yfir 100 innlendar hagstærðir sem yfirleitt eru á mánaðar- legri tíðni eða hærri. Spár: Seðlabankinn gerir fjórum sinnum á ári verð- bólguspár til a.m.k. tveggja ára. Í tengslum við þær er lagt ítarlegt mat á þá þætti efnahagsmála sem mestu skipta fyrir verðlagsþróunina. Seðlabankinn kynnir sér einnig spár annarra. Markaðsvaka: Markaðsstofa bankans á peninga- málasviði fylgist náið með þróun á innlendum fjár- málamörkuðum og er í nánum tengslum við aðrar fjármálastofnanir. Úrtakskannanir: Seðlabankinn lætur reglulega gera úrtakskannanir á væntingum og áformum heimila og fyrirtækja. Samtöl: Fulltrúar bankans eiga samtöl við marg- víslega aðila í þjóðfélaginu til að fá frá þeim upp- 84 PENINGAMÁL 2002/4 8. Umfjöllun um fyrirkomulag peningastefnu með formlegu verðbólgu- markmiði er að finna í grein Þórarins G. Péturssonar (2000a). 9. Blinder (1998) fjallar um stjórn peningamála við skilyrði óvissu með fræðilegum og aðgengilegum hætti í senn, en hann nýtur þess að vera akademískur hagfræðingur í hæsta gæðaflokki sem jafnframt hefur reynslu af því að sitja í peningastefnunefnd seðlabanka Bandaríkjanna. Hann minnir á Brainard-regluna, þ.e. við skilyrði óvissu ber að ákveða hvað yrði gert ef stikar líkana sem notuð eru við ákvörðun peninga- stefnunnar væru þekktir með vissu, og gera síðan minna. Það styður við kenninguna um að heppilegra sé að breyta vöxtum í mörgum minni skrefum fremur en fáum stórum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.