Peningamál - 01.07.2008, Side 10

Peningamál - 01.07.2008, Side 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 10 heldur ekki í við verðbólgu getur verið mjög erfitt og kostnaðarsamt að stöðva hann. Útbreiddur misskilningur er að einhver náttúruleg takmörk séu fyrir því hversu mikið gengi gjaldmiðils geti fallið áður en markaðsöflin leiðrétta kúrsinn. Því fer fjarri að þetta eigi almennt við, sérstaklega þegar markaðsbrestir takmarka getu fjárfesta til að kaupa eignir í viðkomandi gjaldmiðli þegar þeir telja virði gjaldmiðils van- metið. Misskilningurinn felst í því að rugla saman nafn- og raungengi. Ef verðlag og laun aðlagast fljótt lægra gengi eru engin slík takmörk fyrir hendi, eins og öllum ætti að vera ljóst sem þekkja áratuga sögu stöðugrar virðisrýrnunar krónunnar. Þegar verðbólga er orðin mjög mikil getur hún nærst af sjálfri sér nánast óháð efnahagsástandi að öðru leyti. Að endingu getur aðeins seðlabanki með aðhaldssamri peningastefnu stöðvað slíka þróun og varðveitt gildi gjaldmiðils til lengri tíma litið. Seðlabankinn hefur þau tæki sem þarf Minnkandi framboð á erlendu lánsfé þýðir að tímabundið var óhjá- kvæmilegt að gengi krónu lækkaði, verðbólga ykist og samdráttur í efnahagslífinu yrði meiri en ella. Það er meginhlutverk peningastefn- unnar að sjá til þess að aðlögunin eigi sér stað án þess að skapa við- varandi verðbólguvanda. Þrátt fyrir markaðsbresti hefur Seðlabankinn þau tæki sem duga, þótt leiðin verði vissulega torsóttari og aðlögunin harkalegri en ella. Því fyrr sem verðbólgan hjaðnar og verðbólguvænt- ingar fá kjölfestu, því fyrr er unnt að miða peningastefnu við önnur markmið, t.d. að koma í veg fyrir óþarflega mikinn samdrátt og að lokum styðja við efnahagsbata. Þótt mörgum þyki nóg um stýrivexti Seðlabankans eru þeir mjög áþekkir stýrivöxtum í öðrum löndum sem glíma við svipaðan verðbólguvanda og að teknu tilliti til verðbólgu má færa rök fyrir því að þeir ættu að vera hærri. Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Suður-Afríku, Seðlabanki Íslands. Mynd I-8 Stýrivextir Seðlabanka Íslands og nokkurra nýmarkaðsríkja Daglegar tölur 1. janúar 2003 - 20. júní 2008 % Ísland Chile Brasilía Tyrkland Suður-Afríka 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 200820072006200520042003

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.