Peningamál - 01.07.2008, Síða 13

Peningamál - 01.07.2008, Síða 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 13 að vexti sjö sinnum síðan í september 2007, í heild um 3,25 prósentur, en nýlega hefur kveðið við nýjan tón. Vaxandi verðbólguvæntingar valda áhyggjum og aukist verðbólga á ný eða haldist hún mikil mjög lengi þarf að hækka stýrivexti á ný. Í Kína og öðrum nýmarkaðsríkjum hefur verðbólga aukist töluvert hraðar en í iðnríkjunum, en það endur- speglar bæði mikla eftirspurn og stærra hlutfall orku og sérstaklega matvæla í verðkörfunni (sjá nánar umfjöllun um verðbólgu í nýmark- aðsríkjum í rammagrein II-1). Undanfarin ár hefur hagvöxtur nýmarkaðsríkja verið umtalsvert hraðari en hagvöxtur iðnríkja. Lengi vel fór þessi þróun saman við tiltölulega litla verðbólgu en á undanförnu ári hefur orðið breyting á því. Verðbólgan í nýmarkaðsríkjum hefur ekki verið jafn mikil sl. sex ár og er í mörgum ríkjum komin í tveggja stafa tölu. Þessi þróun á sér nokkurn aðdraganda. Undanfarið hefur hækkun olíuverðs, óstöðugleiki á fjármálamörkuðum og versnandi ástand á húsnæðismörkuðum dregið úr hagvexti iðnríkja, einkum Bandaríkjanna. Bandaríski seðlabankinn hefur brugðist við þessum aðstæðum með því að lækka stýrivexti umtalsvert. Það hefur leitt til þess að gengi Bandaríkjadals hefur lækkað, einkum gagnvart evru. Mörg nýmarkaðs- og olíuútfl utningsríki framfylgja peningastefnu sem felur í sér að tryggja stöðugt gengi gagnvart Bandaríkjadal, eða a.m.k. verulegar takmarkanir á hækkun. Ör lækkun vaxta í Banda- ríkjunum dregur því úr aðhaldi peningastefnunnar í þessum ríkjum á sama tíma og þörf er á auknu aðhaldi. Þetta hefur leitt til þess að þrátt fyrir dvínandi eftirspurn erlendis frá hefur hagvöxtur haldist sterkur, því að innlend eftirspurn hefur haldið áfram að aukast. Sterk innlend eftirspurn, hækkandi hráefna- og matvælaverð og lágt gengi hefur leitt til þess að verðbólga hefur aukist hröðum skrefum und- anfarið ár. Mikill hagvöxtur undanfarinna ára er því líklega ósjálfbær til lengri tíma litið. Lítið svigrúm er til þess að auka framboð á hrávörum til skamms tíma og eftirspurn nýmarkaðsríkja eykst hröðum skrefum. Matvælahráefni vega að auki mun þyngra í neyslu lágtekjuþjóða. Verðbólga sem bundin er við ákveðin hráefni getur því fl jótt orðið að almennum verðbólguvanda í nýmarkaðsríkjum. Verðbólguvænt- ingar hafa enn fremur veikari kjölfestu en í þróuðum löndum sem lengi hafa búið við verðstöðugleika, en það fl ýtir fyrir almennum verðlagsáhrifum og gerir þau langærri en ella. Margir þættir hafa ýtt undir verðbólgu samtímis. Hærra olíu- og matvælaverð á verulegan þátt, en vaxandi eftirspurn nýmarkaðs- ríkja hefur átt stóran þátt í því að þrýsta olíu- og hrávöruverði stöð- ugt hærra. Hækkun hrávöruverðs þarf ekki að leiða til almennrar og viðvarandi verðbólgu ef verðbólguvæntingar hafa nægilega trausta kjölfestu. Neikvæðir framboðsskellir raska ekki endilega verðstöðug- leika til lengri tíma og krefjast því ekki endilega aukins peningalegs aðhalds sem auka samdrátt. Peningastefnuyfi rvöld sem njóta ekki slíks trausts þurfa hins vegar fremur að óttast annarrar umferðar áhrif og að verðbólga festist í sessi. Í því tilviki getur þurft að auka pen- ingalegt aðhald til að skapa verðbólguvæntingum nægilega kjölfestu jafnvel þótt efnahagssamdrátturinn verði harkalegri fyrir vikið. Mikil aukning verðbólgu hefur leitt til lágra eða jafnvel neikvæðra raunvaxta Eftir tímabil lítillar verðbólgu virðist aukin verðbólga hafa komið seðlabönkum margra nýmarkaðsríkja í opna skjöldu. Stýrivextir hafa ekki fylgt aukinni verðbólgu eftir. Raunstýrivextir hafa því lækkað og eru orðnir verulega neikvæðir í mörgum þeirra. Fyrir vikið er út- lánaþensla enn mikil í fl estum nýmarkaðsríkjum, þrátt fyrir versnandi Rammagrein II-1 Verðbólguþróun í nýmarkaðsríkjum og aðhald peningastefnunnar Heimild: Global Insight. Mynd 1 Verðbólguþróun í nýmarkaðsríkjum og G-7 Janúar 2005 - maí 2008 % Nýmarkaðsríki G-7 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 2008200720062005 Heimildir: Global Insight, Reuters EcoWin. Mynd 2 Verðbólguþróun í nokkrum nýmarkaðsríkjum Janúar 2003 - maí 2008 % Kína Indland Chile Brasilía Suður-Afríka -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 200820072006200520042003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.