Peningamál - 01.07.2008, Side 37

Peningamál - 01.07.2008, Side 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 37 1. Sjá nánari umfjöllun um erlenda stöðu þjóðarbúsins í grein eftir Daníel Svavarsson í Peningamálum 2008/1, bls. 89-99. Hrein erlend staða versnaði mjög á fyrsta fjórðungi ársins Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var neikvæð um 2.212 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2008 og hefur versnað mikið frá ársfjórðungnum á undan. Erlendar eignir jukust um 1.279 ma.kr. eða 20% m.v. ársfjórð- unginn á undan en erlendar skuldir jukust um 1.907 ma.kr. eða 24% á sama tíma. Þessa aukningu má að mestu leyti rekja til gengislækkunar krónunnar, þ.e.a.s. hækkunar á verði erlendra gjaldmiðla um tæplega 30% á milli tímabila. Af erlendum eignum jókst erlend skuldabréfaeign hlutfallslega mest eða um 32% og fjáreign í formi lána um 29%. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 35% frá árslokum 2007 í krónum talið. Á skuldahliðinni var aukning erlendra skammtímalána hlutfallslega mest eða sem nam 60% á milli ársfjórðunga. Erlend langtímalán juk- ust einnig töluvert eða um 25% og skuldabréfaeign erlendra aðila á Íslandi jókst um 26%. Á sama tíma dróst hlutabréfaeign erlendra aðila á Íslandi saman um 24%. Þess ber að geta að bein fjármunaeign Íslendinga erlendis og erlendra aðila hérlendis er færð á bókfærðu virði samkvæmt alþjóð- legum stöðlum. Almennt er hins vegar gert ráð fyrir að eignaverð hækki til lengri tíma litið og ef hlutfall beinnar fjárfestingar er hátt í erlendri stöðu þjóðarbúsins er líklegt að opinberar hagtölur um hreina erlenda stöðu endurspegli ekki fyllilega markaðsverðmæti erlendra eigna og skulda. Niðurstöður greiningar sem birt var í grein eftir Daníel Svavarsson í síðustu Peningamálum benda til þess að áætlað mark- aðsvirði bæði beinnar erlendrar fjármunaeignar á Íslandi og beinnar fjármunaeignar Íslendinga erlendis séu að meðaltali rúmlega tvöfalt skráð bókfært virði. Erfitt er þó að staðreyna það mat á markaðsvirði þar sem óskráð félög eru ekki seld á skráðum markaði.1 Mikil óvissa um þróun þáttatekna á komandi misserum Þróun hreinna þáttatekna á komandi misserum er háð mikilli óvissu. Halli á jöfnuði þáttatekna mun vera töluverður næstu árin, en hversu mikill hann verður ræðst af verðmæti þeirra eigna sem innlendir aðilar hafa keypt erlendis undanfarin ár. Næsta víst er að vaxtajöfnuður- inn verður óhagstæðari. Vaxtagjöld af miklum erlendum skuldum þjóðarbúsins munu aukast, líklega meira en vaxtatekjur af eignum, auk þess sem hrein skuldastaða var neikvæð um sem nemur 309% af landsframleiðslu í lok fyrsta ársfjórðungs 2008. Meiri óvissa ríkir um þróun ávöxtunar erlendrar hlutafjáreignar í eigu innlendra aðila. Hlutabréfaverð hefur víðast hvar lækkað töluvert á þessu ári. Líklegt er að ávöxtun erlendrar hlutafjáreignar verði lítil á árinu. Arðsemi inn- lendra fyrirtækja hefur einnig áhrif á þáttatekjur þar sem arðgreiðslur til erlendra hluthafa teljast til gjalda. Góð arðsemi íslenskra fyrirtækja í eigu erlendra aðila hefur því alla jafna neikvæð áhrif á þáttatekjujöfn- uð. Þrátt fyrir að almennt sé búist við versnandi afkomu ýmissa fyr- irtækja, er gert ráð fyrir góðri afkomu álfyrirtækja í ljósi hás álverðs á heimsmarkaði og er stærstur hluti beinnar fjármunaeignar erlendra Mynd VII-4 Hreinar erlendar vaxtagreiðslur 1. ársfj. 1997 - 1. ársfj. 2008 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hreinar vaxtagreiðslur, % af VLF (v. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (h. ás) Ma.kr. -20 -18 -16 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 -50 -45 -40 -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 ‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Mynd VII-5 Arður af fjárfestingu 1. ársfj. 2001 - 1. ársfj. 2008 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. Endurfjárfestur hagnaður Arðgreiðslur Vextir hluthafalána Endurfjárfestur hagnaður erlendra aðila innanlands Arðgreiðslur erlendra aðila innanlands Vextir hluthafalána erlendra aðila innanlands Nettó endurfjárfestur hagnaður -500 -400 -300 -200 -100 0 100 200 300 400 500 600 700 20082007200620052004200320022001

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.