Peningamál - 01.07.2008, Side 45
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
8
•
2
45
IX Verðbólguhorfur
Líkt og áður hefur komið fram var verðbólga á öðrum ársfjórðungi
þessa árs meiri en spáð var í síðasta hefti Peningamála. Þótt merki
séu um að hægt hafi á hjólum efnahagslífsins eru horfur á að verð-
bólga verði mjög mikil fram á næsta ár en taki þá að minnka hratt.
Samkvæmt endurskoðaðri grunnspá næst verðbólgumarkmiðið á
sama tíma og í aprílspánni, þ.e. á þriðja ársfjórðungi árið 2010. Til að
það takist þarf að seinka vaxtalækkunarferlinu til byrjunar næsta árs
og halda vöxtum háum lengur en talið var þörf á í apríl.
Verðbólga nær hámarki á þriðja ársfjórðungi
Verðbólga á öðrum ársfjórðungi 2008 var mun meiri en Seðlabankinn
spáði í apríl. Spáð var 9,7% verðbólgu á fjórðungnum og að hún
næði hámarki í 10,7% á þriðja ársfjórðungi. Í reynd mældist verðbólga
12% á öðrum ársfjórðungi ársins og horfur eru á að hún nái hámarki
á þriðja fjórðungi og verði þá rúmlega 13%. Spáð er að verðbólga
haldist yfir 12% fram á annan ársfjórðung næsta árs, en hjaðni þá
tiltölulega hratt og verði við markmið á þriðja fjórðungi ársins 2010
(sjá mynd IX-1).
Eins og rakið hefur verið í kafla VIII og rammagrein VIII-1 kunna
ýmsar ástæður að vera fyrir því hvers vegna verðbólga hefur mælst
meiri en spáð var í apríl og lækkun gengis krónunnar komið mun
hraðar fram í verðlagi en þá var talið líklegt. Hrávöruverðshækkanir
hafa verið meiri en gert var ráð fyrir í aprílspánni. Þá er áætlað að
launahækkanir á öðrum ársfjórðungi hafi verið nokkru meiri en spáð
var í apríl.
Í aprílspánni var það talið til sérstakra áhættuþátta fyrir verð-
bólguhorfur til skamms tíma að mikil gengislækkun myndi koma hratt
fram í verðlagi við núverandi skilyrði þegar verðbólga væri þegar orðin
mikil og verðbólguvæntingar án sterkrar kjölfestu. Auk þess var talin
hætta á að launaverðbólga væri vanmetin. Þessir áhættuþættir hafa
gengið eftir og skýra að miklu leyti verri verðbólguhorfur til skamms
tíma.
Minni framleiðsluspenna á fyrri hluta spátímabilsins ...
Samdráttur kortaveltu og nýskráningar bifreiða, lægsta mæling á
væntingum heimila og fyrirtækja frá lokum árs 2001 og þróun eigna-
verðs og raunlauna benda til þess að hratt muni draga úr innlendri
eftirspurn á næstunni.
Útlit er fyrir að framleiðsluspenna verði um 2% á þessu ári,
sem er heldur minni spenna en gert var ráð fyrir í apríl. Því er spáð að
spennan snúist í slaka á seinni hluta næsta árs, á svipuðum tíma og
í aprílspánni, í takt við versnandi hagvaxtarhorfur. Slakinn nær síðan
hámarki í byrjun árs 2011 og er nokkru minni en spáð var í apríl (sjá
rammagrein IX-1).
... en undirliggjandi kostnaðarþrýstingur er enn mikill ...
Undirliggjandi verðbólguþrýstingur er hins vegar enn mikill. Líklegt er
að orku- og matvælaverð á heimsmarkaði hækki áfram, auk þess sem
mikil óvissa ríkir um gengisþróunina. Gengi krónunnar var á öðrum
Mynd IX-1
Verðbólga - samanburður við PM 2008/1
%
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
PM 2008/2
PM 2008/1
Verðbólgumarkmið
0
2
4
6
8
10
12
14
201120102009200820072006