Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 45

Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 45 IX Verðbólguhorfur Líkt og áður hefur komið fram var verðbólga á öðrum ársfjórðungi þessa árs meiri en spáð var í síðasta hefti Peningamála. Þótt merki séu um að hægt hafi á hjólum efnahagslífsins eru horfur á að verð- bólga verði mjög mikil fram á næsta ár en taki þá að minnka hratt. Samkvæmt endurskoðaðri grunnspá næst verðbólgumarkmiðið á sama tíma og í aprílspánni, þ.e. á þriðja ársfjórðungi árið 2010. Til að það takist þarf að seinka vaxtalækkunarferlinu til byrjunar næsta árs og halda vöxtum háum lengur en talið var þörf á í apríl. Verðbólga nær hámarki á þriðja ársfjórðungi Verðbólga á öðrum ársfjórðungi 2008 var mun meiri en Seðlabankinn spáði í apríl. Spáð var 9,7% verðbólgu á fjórðungnum og að hún næði hámarki í 10,7% á þriðja ársfjórðungi. Í reynd mældist verðbólga 12% á öðrum ársfjórðungi ársins og horfur eru á að hún nái hámarki á þriðja fjórðungi og verði þá rúmlega 13%. Spáð er að verðbólga haldist yfir 12% fram á annan ársfjórðung næsta árs, en hjaðni þá tiltölulega hratt og verði við markmið á þriðja fjórðungi ársins 2010 (sjá mynd IX-1). Eins og rakið hefur verið í kafla VIII og rammagrein VIII-1 kunna ýmsar ástæður að vera fyrir því hvers vegna verðbólga hefur mælst meiri en spáð var í apríl og lækkun gengis krónunnar komið mun hraðar fram í verðlagi en þá var talið líklegt. Hrávöruverðshækkanir hafa verið meiri en gert var ráð fyrir í aprílspánni. Þá er áætlað að launahækkanir á öðrum ársfjórðungi hafi verið nokkru meiri en spáð var í apríl. Í aprílspánni var það talið til sérstakra áhættuþátta fyrir verð- bólguhorfur til skamms tíma að mikil gengislækkun myndi koma hratt fram í verðlagi við núverandi skilyrði þegar verðbólga væri þegar orðin mikil og verðbólguvæntingar án sterkrar kjölfestu. Auk þess var talin hætta á að launaverðbólga væri vanmetin. Þessir áhættuþættir hafa gengið eftir og skýra að miklu leyti verri verðbólguhorfur til skamms tíma. Minni framleiðsluspenna á fyrri hluta spátímabilsins ... Samdráttur kortaveltu og nýskráningar bifreiða, lægsta mæling á væntingum heimila og fyrirtækja frá lokum árs 2001 og þróun eigna- verðs og raunlauna benda til þess að hratt muni draga úr innlendri eftirspurn á næstunni. Útlit er fyrir að framleiðsluspenna verði um 2% á þessu ári, sem er heldur minni spenna en gert var ráð fyrir í apríl. Því er spáð að spennan snúist í slaka á seinni hluta næsta árs, á svipuðum tíma og í aprílspánni, í takt við versnandi hagvaxtarhorfur. Slakinn nær síðan hámarki í byrjun árs 2011 og er nokkru minni en spáð var í apríl (sjá rammagrein IX-1). ... en undirliggjandi kostnaðarþrýstingur er enn mikill ... Undirliggjandi verðbólguþrýstingur er hins vegar enn mikill. Líklegt er að orku- og matvælaverð á heimsmarkaði hækki áfram, auk þess sem mikil óvissa ríkir um gengisþróunina. Gengi krónunnar var á öðrum Mynd IX-1 Verðbólga - samanburður við PM 2008/1 % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. PM 2008/2 PM 2008/1 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 201120102009200820072006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.