Peningamál - 01.07.2008, Page 46
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
8
•
2
46
ársfjórðungi lengst af á svipuðu róli og bankinn spáði í síðasta hefti
Peningamála, en í júní lækkaði gengið verulega. Á öðrum fjórðungi
þessa árs var talið að gengisvísitalan yrði um 150 stig en gengislækkun
seinni hluta júnímánaðar leiddi til þess að hún varð heldur hærri. Á
þriðja ársfjórðungi var gert ráð fyrir að hún yrði um 145 stig og myndi
styrkjast smám saman fram á mitt árið 2009. Í grunnspánni nú er
reiknað með að krónan verði veikari á spátímabilinu, eða að meðaltali
um 155 stig á þriðja ársfjórðungi þessa árs en styrkist síðan hægt fram
á seinni hluta árs 2010. Eftir það tekur gengi krónunnar að veikjast,
enda lækka stýrivextir og vaxtamunur við útlönd minnkar hratt sam-
kvæmt spánni.
Launakostnaður hefur hækkað mikið undanfarin ár, verðbólga er
mikil og spenna á vinnumarkaði rénar hægt. Hætta er á að víxlhækk-
un launa og verðlags fari af stað við slíkar aðstæður. Reyna mun á
endurskoðunarákvæði kjarasamninga snemma á næsta ári vegna
mikillar verðbólgu og kaupmáttarrýrnunar undanfarið. Það gæti leitt
til óhagstæðari verðbólguþróunar á árinu 2009 en í grunnspánni (sjá
rammagrein IX-2).
... og verðbólguvæntingar haldast háar
Verðbólguvæntingar haldast háar meginhluta spátímans og eru ekki
við markmið fyrr en nokkru eftir að verðbólga nær því, enda ráðast
þær að nokkru af sögulegri verðbólgu. Ef verðbólguvæntingar yrðu
framsýnni eða ef verðbólgumarkmiðið fæli í sér öflugri kjölfestu er
líklegt að takast mætti að ná verðbólgu í markmið fyrr en í grunn-
spánni.
Lækkun húsnæðisverðs er mikilvægur þáttur í hjöðnun verðbólgu
á næstu árum
Eins og í undanförnum spám Seðlabankans er gert ráð fyrir að hús-
næðis verð fari smám saman lækkandi, enda hefur það hækkað gríðar-
lega á undanförnum árum. Lækkunin kom hægar fram en gert var ráð
fyrir í fyrri spám en spáin um þróun húsnæðisverðs á öðrum ársfjórð-
ungi hefur í stórum dráttum gengið eftir. Í grunnspánni er gert ráð fyrir
að lækkun húsnæðisverðs á næstu árum verði svipuð og í aprílspánni.
Þessi lækkun húsnæðisverðs gegnir lykilhlutverki í hjöðnun verðbólgu
á næstu árum í gegnum samdrátt einkaneyslu og með beinum hætti í
gegnum húsnæðislið neysluverðsvísitölunnar.
Óvissar horfur
Verðbólguspár byggjast að miklu leyti á haglíkönum. Þau eru ávallt
ófullkomin lýsing á þjóðarbúskapnum m.a. vegna þess að þau eru
metin út frá sögulegum gögnum sem spanna umtalsverðar kerfis-
breytingar í þjóðarbúskapnum. Í mörgum tilvikum þarf að gefa sér
forsendur um þróun mikilvægra efnahagsstærða, sem hafa veruleg
áhrif á efnahagsþróunina. Þess vegna er jafnan lögð mikil áhersla á
óvissumat í spám Seðlabankans.
Áhersla hefur verið lögð á óvissu um gengis- og launaþróun
í síðustu spám. Í apríl voru taldar talsverðar líkur á að gengis- og
launaþróunin yrði óhagstæðari á spátímanum en gert var ráð fyrir í
grunnspánni. Þessir áhættuþættir hafa þegar komið fram að nokkru