Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 61

Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 61
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 61 Auk þessara efnahagslegu skilyrða þarf að uppfylla tiltekin skil- yrði varðandi stofnanauppbyggingu og ber tilvonandi þátttökuríkjum að koma á ákveðnum skipulagsbreytingum á sviði peningamála sem miða að því að tryggja sjálfstæði seðlabanka gagnvart stjórnvöldum.2 Nýju Evrópusambandsríkin3 Af þeim tíu ríkjum sem gengu í ESB árið 2004 höfðu sjö þeirra það markmið að taka upp evru eins fl jótt og mögulegt væri. Eistland, Kýp- ur, Lettland, Litháen, Malta, Slóvakía og Slóvenía gengu því í ERM II fl jótlega eftir inngöngu í ESB. Þrjú þessara ríkja hafa þegar tekið upp evru. Evra var tekin upp í Slóveníu þann 1. janúar árið 2007 og á Kýpur og Möltu ári seinna. Þau bættust þá í hóp þeirra tólf ríkja sem áður höfðu tekið upp evru.4 Slóvakía mun verða sextánda ríkið til að taka upp evru, en þann 7. maí sl. tilkynnti Evrópuráðið (e. The European Commission) að Slóvakía uppfyllti öll Maastricht-skilyrðin og gæti því fylgt eftir þeim áætlunum sínum að taka upp evru 1. janúar 2009. Eistland og Litháen höfðu sett sér það markmið að taka upp evru 1. janúar 2007 og Lettland 1. janúar sl. Ekkert þeirra náði að upp- fylla Maastricht-skilyrðin í tæka tíð, aðallega vegna þess að erfi ðlega hefur gengið að uppfylla skilyrðið um verðstöðugleika. Því urðu þau að hverfa frá áður settum markmiðum. Verðbólga hefur farið vaxandi í Eistlandi, Lettlandi og Litháen undanfarin misseri og verðbólguþrýst- ingur er enn til staðar, m.a. vegna ytri skilyrða eins og hás hrávöru- og olíuverðs. Samkvæmt spám mun verðbólga í þessum löndum ekki komast niður á stig sem samræmist Maastricht-skilyrðinu um verð- stöðugleika fyrr en eftir árið 2009. Talið er að Litháen geti hugað að taka upp evru eftir árið 2010, Eistland frá og með árinu 2011 og inn- leiðing evru í Lettlandi ætti að geta orðið að veruleika einhvern tímann á árunum 2012-2014. Ríkin sem standa utan við ERM II Eitt af fyrstu skrefum ríkis í átt að upptöku evru er innganga í ERM II. Af þeim tólf ríkjum sem gengið hafa í ESB frá árinu 2004 hafa Pólland, Tékkland, Ungverjaland og Búlgaría auk Rúmeníu ekki gengið í ERM II. Stjórnvöld í Tékklandi, Póllandi og Ungverjalandi hafa ákveðið að aðild að ERM II skuli vara í eins skamman tíma og mögulegt er til að samleitniskilyrðið um stöðugleika í gengismálum náist. Gengi gjald- miðla þeirra þriggja landa mun því ekki vera fest við evru fyrr en u.þ.b. tveimur árum áður en upptaka evru er áætluð. Pólland, Tékkland og Ungverjaland eiga það sameiginlegt, fyrir utan að hafa ekki gengið í ERM II, að halli á rekstri hins opinbera hefur verið umfram það sem skilyrðið um afkomu hins opinbera kveður á um. Þau vinna nú að úrbótum til að koma ríkisfjármálunum á réttan kjöl. Pólland er eina ríkið af nýju ESB-ríkjunum fyrir utan Slóvakíu, sem 2. Nánari upplýsingar um Maastricht-skilyrðin er m.a. að fi nna á heimasíðu Evrópusambandsins, www.europa.eu. 3. Nánari upplýsingar um stöðu nýju ESB-ríkjanna sem fjallað er um í þessum undirkafl a og kafl anum á eftir er að fi nna á heimasíðu seðlabanka hvers lands. 4. Þau 11 ESB-ríki sem hafa verið meðlimir EMU frá upphafi og tóku upp evru þann 1. janúar 1999 eru: Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Holland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Þýskaland. Grikkland var tólfta ríkið til að taka upp evru, en hún var tekin upp þar þann 1. janúar árið 2001.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.