Peningamál - 01.07.2008, Side 65

Peningamál - 01.07.2008, Side 65
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 65 ast erlendis. Undirliggjandi vandamál eru þó að vissu leyti hin sömu. Meðal þátta sem draga úr virkni markaðarins á tímum lausafjárþurrðar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er aukin mótaðilaáhætta. Bankar eru ekki reiðubúnir að lána hver öðrum án veða. Á tímum efnahags- samdráttar aukast jafnframt afskriftir útlána og fjármálastofnanir búa sig undir að verja eiginfjárhlutföll sín. Kaup banka á innstæðubréfum í Seðlabankanum hafa ekki áhrif á eiginfjárhlutföll þeirra en óveðtryggð útlán á millibankamarkaði hafa, að öllu jöfnu, neikvæð áhrif á eiginfjár- hlutföllin. Mikil óvissa um það hve lengi núverandi rót á fjármálamörk- uðum mun vara hefur einnig í för með sér að bankar og önnur fjár- málafyrirtæki reyna eftir megni að verja og efl a lausafjárstöðu sína. Aðgengi íslenskra banka að erlendu lánsfé enn takmarkað Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkaði stöðugt framan af ári allt fram undir lok mars þegar það náði hámarki. Á þeim tíma stóð skuldatryggingarálag Glitnis og Kaupþings í um 10 prósentum en álag Landsbankans var nokkru lægra eða um 8 prósentur. Upp úr því fór álagið á íslensku bankana hratt lækkandi fram í byrjun maí þegar það hélst tiltölulega stöðugt. Álagið tók að hækka á ný í byrjun júní í samræmi við hækkun annarra evrópskra fjármálafyrirtækja og er það til marks um að áhættufælni fari almennt vaxandi að nýju.2 Hátt skuldatryggingarálag bankanna og takmarkaður aðgangur að erlendu lausafé hefur valdið því að markaður með gjaldeyrisskiptasamninga starfar ekki eðlilega. Vaxtamunur sem íslensku viðskiptabankarnir gátu áður boðið erlendum fjárfestum hefur horfi ð. Útgáfa jöklabréfa hefur því að mestu legið niðri þar sem erlendir fjárfestar eiga fárra kosta völ til að verjast gjaldmiðlaáhættu.3 Skuldabréfamarkaður Miklar sveifl ur ávöxtunarkröfu einkenndu óverðtryggða skuldabréfa- markaðinn á fyrri hluta ársins. Óvissa markaðsaðila um verðbólgu- horfur samfara gengislækkun krónunnar á þar stóran þátt ásamt takmarkaðri dýpt óverðtryggða skuldabréfamarkaðarins. Eftirspurn frá erlendum markaðsaðilum eftir stuttum ríkisbréfum í tengslum við vaxta munarviðskipti hefur aukið enn frekar á sveifl urnar. Ávöxtunar- krafa íbúðabréfa hefur sveifl ast minna en á ríkisbréfum þar sem leitnin hefur verið niður á við á árinu. Ríkissjóður hefur svarað mikilli eftirspurn eftir stuttum ríkisbréf- um með sérstökum útboðum í fl okki ríkisbréfa á gjalddaga í desember árið 2008 sem haldin voru í mars og maí. Í fyrra útboðinu voru seld bréf í fl okknum fyrir rúma 7 ma.kr. að nafnverði og í hinu síðara 15 ma.kr. að nafnverði. Hinn 19. júní tilkynnti ríkisstjórnin um aukna út- gáfu á stuttum ríkisbréfum fyrir samtals allt að 75 ma.kr. Ákveðið var að bjóða til sölu 15 ma.kr. í fl okki RIKB 08 1212 og 10 ma.kr. í fl okki RIKB 09 0602 í kjölfarið. Eftirspurn eftir löngum ríkisbréfum hefur ekki verið eins mikil og eftir stuttum ríkisbréfum enda meiri vaxtaáhætta í slíkum bréfum, sér- Daglánavextir Vextir yfir nótt Stýrivextir 3 mánaða vextir á krónumarkaði Viðskiptareikningsvextir Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 4 Vextir á krónumarkaði og stýrivextir Seðlabankans Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 20. júní 2008 % 12,0 12,5 13,0 13,5 14,0 14,5 15,0 15,5 16,0 16,5 17,0 17,5 20082007 2. Sjá nánari umfjöllun um skuldatryggingar íslensku viðskiptabankanna og verðlagningu þeirra í viðauka 2 í skýrslu Seðlabankans, Fjármálastöðugleika 2008, bls. 64-69. 3. Sjá nánari umfjöllun í rammagrein III-1, bls. 19-20. Heimildir: Bloomberg, Reuters. Mynd 5 Skuldatryggingarálag íslenskra banka og vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Daglegar tölur 2. maí 2007 - 20. júní 2008 Punktar Kaupþing Glitnir Landsbanki Vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 2007 2008

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.