Peningamál - 01.07.2008, Síða 71
Peningastefnan og stjórntæki hennar
Markmið og framkvæmd peningastefnunnar
Markmið stefnunnar í peningamálum er stöðugt verðlag. Hinn 27.
mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið sem hér segir:1
• Seðlabankinn stefnir að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækk-
un vísitölu neysluverðs á 12 mánuðum, verði að jafnaði sem næst
2½%.
• Víki verðbólga meira en 1½% frá settu marki ber bankanum að
gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðu fráviksins, hvernig bankinn
hyggst bregðast við og hvenær hann telur að verðbólgumarkmið-
inu verði náð að nýju. Greinargerðina skal birta opinberlega.
• Seðlabankinn gerir verðbólguspár þar sem spáð er a.m.k. tvö ár
fram í tímann. Spárnar eru birtar í riti bankans Peningamálum. Þar
kemur einnig fram mat bankans á helstu óvissuþáttum tengdum
spánni. Jafnframt gerir bankinn grein fyrir mati sínu á stöðu og
horfum í efnahagsmálum.
Peningastefnan miðar að því að halda verðlagi stöðugu og því verður
henni ekki beitt til þess að ná öðrum efnahagslegum markmiðum, svo
sem jöfnuði í viðskiptum við útlönd eða mikilli atvinnu, nema að því
marki sem slíkt samrýmist verðbólgumarkmiði bankans.
Þjóðhags- og verðbólguspár gegna mikilvægu hlutverki við fram-
kvæmd peningastefnunnar. Frá og með Peningamálum 2007/1 byggj-
ast spár bankans á stýrivaxtaferli sem sérfræðingar bankans telja að
stuðli best að framgangi verðbólgumarkmiðsins. Stýrivaxtaferillinn er
valinn með hliðsjón af því markmiði að verðbólga verði því sem næst
2½% innan ásættanlegs tíma og haldist stöðug í nánd við verðbólgu-
markmiðið eftir það. Stýrivaxtaferillinn er birtur með óvissubili til að
undirstrika þá óvissu sem umlykur spána og lögð er áhersla á að hann
breytist eftir því sem nýjar upplýsingar verða tiltækar.
Bankinn tilkynnir vaxtaákvarðanir á fyrirfram ákveðnum dögum. Í
aðdraganda vaxtaákvörðunar efnir bankastjórn til peningastefnu-
funda. Tilhögun þeirra er nánar lýst í starfsreglum um undirbúning,
rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum sem settar eru í
1. Sameiginleg yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands og Seðlabanka Íslands. Birt m.a. á heimasíðu
bankans.
Breyting Vextir
Vextir Síðast (pró- fyrir
Viðskiptaform nú (%) breytt sentur) ári (%)
Viðskiptareikningar 15,00 10. apríl 2008 0,50 12,75
Daglán 16,50 25. mars 2008 1,25 15,25
Bindiskylda 15,00 10. apríl 2008 1,25 13,00
Lán gegn veði 15,50 10. apríl 2008 0,50 13,30
Innstæðubréf til 7 daga 15,25 10. apríl 2008 0,50 13,20
Yfirlit vaxta Seðlabankans 23. júní 2008