Peningamál - 01.07.2008, Page 75

Peningamál - 01.07.2008, Page 75
Apríl 2008 Hinn 7. apríl gaf félags- og tryggingamálaráðherra út reglugerð um hækkun húsaleigubóta frá 1. apríl í framhaldi af fyrirheitum ríkisstjórn- arinnar við undirritun kjarasamninga hinn 17. febrúar. Hinn 10. apríl ákvað bankastjórn Seðlabanka Íslands að hækka stýri- vexti um 0,5 prósentur í 15,5%. Hinn 17. apríl var haldið þriðja útboð á RIKB 19 0226. Tilboðum var tek- ið fyrir 2,9 ma.kr. að nafnverði á meðalávöxtunarkröfunni 10,64%. Hinn 17. apríl lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs á erlendum langtímaskuldbindingum í A úr A+ og á langtímaskuldbindingum í íslenskum krónum í AA- úr AA. Einkunnir fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt A-1 og ís- lenskum krónum A-1+ voru staðfestar. Horfurnar fyrir langtímaskuld- bindingar ríkissjóðs eru áfram neikvæðar. Hinn 21. apríl tilkynnti alþjóðlega lánshæfi smatsfyrirtækið Standard & Poor’s að það hefði lækkað einkunn Glitnis banka hf. fyrir langtíma- skuldbindingar í BBB+ úr A-. Einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar var staðfest A-2. Horfur fyrir langtímaeinkunn eru neikvæðar. Maí 2008 Hinn 9. maí tilkynnti alþjóðlega lánshæfi smatsfyrirtækið Fitch Ratings að það hefði lækkað lánshæfi seinkunnir Kaupþings banka hf. og Glitn- is banka hf. Einkunnir bankanna vegna langtímaskuldbindinga voru lækkaðar í A- úr A og fyrir skammtímaskuldbindingar í F2 úr F1. Óháð einkunn bankanna B/C og stuðningseinkunn 2 voru óbreyttar. Horfur fyrir langtímaeinkunn eru neikvæðar. Hinn 13. maí var fyrirgreiðsla til hvers aðalmiðlara vegna verðbréfa- lána í fl okkum RIKB 08 1212 og RIKB 09 0612 hækkuð úr 5 ma.kr. í 7 ma.kr. að nafnverði til að mæta eftirspurn eftir stuttum óverðtryggð- um ríkisbréfum. Hinn 15. maí voru samþykkt á Alþingi lög sem fella niður skattlagningu fyrirtækja vegna söluhagnaðar af hlutabréfum og færa umsýslu vegna skattlagningar stórfyrirtækja til skattstjórans í Reykjavíkurumdæmi. Skattlagningunni mátti áður fresta með því að kaupa önnur hlutabréf innan tveggja ára. Hinn 16. maí var tilkynnt að gerðir hefðu verið tvíhliða gjaldmiðla- skiptasamningar milli Seðlabanka Íslands og seðlabanka Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur. Samningarnir eru viðbúnaðarráðstöfun sem Seðlabanki Íslands getur dregið á ef nauðsyn krefur. Hver samningur veitir aðgang að allt að 500 milljónum evra. Annáll efnahags- og peningamála

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.