Peningamál - 01.07.2008, Page 77

Peningamál - 01.07.2008, Page 77
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 77 Hinn 19. júní samþykkti ríkisstjórnin sérstakar aðgerðir í húsnæðismál- um sem varða m.a. fyrirkomulag lánveitinga Íbúðalánasjóðs. Hámarks- lán var hækkað í 20 m.kr. úr 18 m.kr. og verður miðað við allt að 80% af kaupverði eigna í stað brunabótamats áður. Einnig voru stofnaðir nýir lánafl okkar til að fjármagna íbúðalán fjármálastofnana. Hinn 19. júní tilkynnti ríkisstjórnin um viðbótarútgáfu ríkisbréfa á inn- lendum markaði þar sem gefi n yrðu út ríkisbréf í fl okkum RIKB 08 1212, RIKB 09 0612 og RIKB 10 0317 fyrir allt að 75 ma.kr. Hinn 19. júní ákvað bankastjórn Seðlabanka Íslands að útgáfu inn- stæðubréfa (SI 08 0924) verði fram haldið þegar bréfi n sem bankinn gaf út í mars sl. falla í gjalddaga í september nk. Ákvarðanir um útgáfu innstæðubréfa á næsta ári verða teknar með hliðsjón af skilyrðum á markaði þegar þar að kemur. Hinn 23. júní tilkynnti Íbúðalánasjóður, í kjölfar útboðs á íbúðabréfum hinn 20. júní, að útlánsvextir sjóðsins yrðu lækkaðir um 0,15 prósentur. Útlánsvextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði lækkuðu í 5,05% og vextir á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis í 5,55%. Hinn 27. júní fór fram útboð Kaupþings á sérvörðum skuldabréfum. Útgáfan er ætluð til að fjármagna útlán bankans til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa. Alls var tilboðum tekið fyrir 4,8 ma.kr. Vegin meðal- ávöxtunarkrafa í útboðinu var 5,17% og munu útlánavextir bankans taka mið af henni með 0,9% álagi. Útlánsvextir bankans munu því lækka úr 6,4% í 6,05% í kjölfar útboðsins.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.