Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 68

Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 68
68 GLOÐAFEYKIR filmusafn ánafnaði hann Héraðsskjalasafni Skagf. eftir sinn dag. Má af því marka hvern hug hann bar til safnsins — og héraðsins. Arið 1930 gekk Kristján að eiga Sigrúnu M. Jónsdóttur, sýslufulltrúa um langt skeið. Er hún dóttir Jóns Þorsteinssonar og konu hans Jó- hönnu Gísladóttur, sjá Glóðaf. 1969,9. h. bls. 52. Þeim varð ekki barna auðið. Kristján C. Magnússon var hár maður og höfðinglegur, fölleitur og grannleitur, fyrirmannlegur í fasi og sjón. Hann var prýðilega greindur og fjölgefinn, las mikið og átti stórt og vandað bókasafn, ágætlega að sér í bókmenntum og ættfræði og unni þjóðlegum fróð- leik. Hann var mjög listelskur, hneigður til hljómlistar og söngs, sem og bæði þau hjón, og lék vel á orgel. Kristján var mikill tilfinninga- maður, viðkvæmur í lund og auðsærður, en léttur í máli að öllurn jafnaði og glettinn á stundum, gæddur næmu skopskyni og sagði vel frá. Hann var hlédrægur og yfirlætislaus, hverjum manni prúðari. Kristján var einlægur trúmaður og einn hinn ljúfasti drengur. * Leiðréttingar I Glóðafevki 1973, 14. h., bls. 57, er minnzt Guðvarðar Steinssonar, bílstj. og bónda á Kleif á Skaga o.v. Steinsson var hann að visu, en faðir hans hins vegar annar Steinn en sá, er i minningargreininni getur. Mér hefur borizt bréf frá Guðrúnu, dóttur Guðvarðar, þar sem m.a. segir: ,.Foreldrar Guðvarðar voru Ingibjörg Guðvarðardóttir ógift vinnukona á Sævarlandi á Skaga (réttara: Laxárdal) og Steinn Óli Jónsson ókvæntur vinnupiltur á Sævarlandi. Hálfbróðir Steins, sammæðra, var Jóhannes Jóhannesson, bóndi á Sævarlandi og húsbóndi þeirra Ingibjargar". Þá bendir Guðrún mér á að faðir sinn hafi eigi átt sig milli kvenna. eins og í Glóðafevki getur, heldur áður en hann giftist fyrri konu sinni. Sigurbjörgu Helgadóttur. Hafi Guðrún beztu þakkir fyrir þessar leiðréttingar sínar. G. M.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.