Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 3
GLOÐAFEYKIR
Félagstíðindi Kaupfélags Skagfirðinga
21. HEFTI - FEBRÚAR 1984
Abyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson.
Umsjón með útgáfu: Rögnvaldur Gíslason.
Tölvusetning: Guðbrandur Magnússon, Sauðárkróki.
Prentun: Sást sf.
Fylgt úr hlaði
Útgáfa Glóðafeykis hefur legið niðri um sinn og liggja til þess ýmsar
orsakir.
Gísli í Eyhildarholti lést á miðju sumri 1981. Hann var, sem
kunnugt er ritstjóri Glóðafeykis og burðarásinn í útgáfustarfseminni
allri og vann þar með þeim hætti, að trauðla verður í fótspor hans
fetað. Honum þótti vænt um ritið og vann að því af alúð og þeim mun
meira, sem lengur leið. Oft varð ég þess var, hið síðasta árið, sem hann
lifði - og fann að leið að lokum - hversu mjög hann bar Glóðafeyki fyrir
brjósti og taldi einsýnt að áfram yrði haldið á þeirri braut, með
einhverjum hætti.
Hann skóp ritinu fastan farveg, lagði línurnar og ritaði meginhluta
þess og á þá lund, sem honum einum var lagið.
Glóðafeykir varð í hans höndum eftirsótt rit, sem menn vildu lesa,
eiga og varðveita.
Er faðir minn lá banaleguna afhenti hann mér til varðveislu og
ráðstöfunar 80 þætti, fullgerða, um fallna félagsmenn. Að þáttum
þessum hafði hann unnið allt þar til þrek var þrotið. Þættirnir munu
væntanlega birtast í næstu heftum.
Það hefur orðið að ráði, að ég taki að mér um sinn, að sjá Glóðafeyki
farborða og verður auðna að ráða, hversu til tekst.