Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 7
GLÓÐAFEYKIR
7
Aldarafmæli
samvinnuhreyfmgarinnar á Islandi
Er K. S. minntist aldarafmœlis samvinnuhreyftngarinnar á Islandi með
hófí í Selinu á Sauðárkróki, flutti Gunnar Oddsson, þá varaformaður,
nú formaður K. S. eftirfarandi ávarp:
Blámi er yfir þótt skefli skafl
þreytt er oft á þorranum tvísýnt tafl
hvaðan fær smáfuglinn ókennilegt afl?
Veislustjóri og afmælisgestir, svo kveður Guðmundur skáld og
bóndi Friðfinnsson á Egilsá.
Við erum hér saman komin í dag til þess að minnast, gleðjast og
fagna. Við minnumst þess að í endaðan þorra fyrir eitthundrað árum
réttum, komu nokkrir vinnulúnir bændur saman í baðstofunni at
Þverá í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu og stofnuðu kaupfélag
Samvinnustarf var hafið á Islandi, nýr kapítuli í íslenskri þjóðarsögt
Ekki er hægt að segja, þá Þverárfundur var haldinn, að blítt hs
verið í ári svo bjartsýni vekti til framfara og félagslegra átaka, held
svo hart að enn er í minnum haft. Viðskiptahættir og stjórnar
minntu þá einnig um margt á harðindi náttúrunnar. En þingeysku
bændumir áttu kjark. Þeir vissu það mæta vel, hvað það var þreyja
þorrann og góuna, og kunnu á því fyllstu skil hve lífstaflið hafði oft
verið erfitt og tvísýnt þessari litlu þjóð. Þess er og vert að minnast að á
þessum tíma höfðu unnist merkir áfangasigrar í sjálfstæðisbaráttunni
og skáldin - sem jafnan eru spámenn sinnar samtíðar - höfðu kveðið
þjóðinni eldheit ættjarðar og baráttuljóð.
Þetta hvort tveggja kann að hafa ráðið úrslitum um Þverárfund. En
það var fleira en kjarkurinn sem þingeysku bændurnir báru inn í
baðstofuna að Þverá 20. febrúar 1882. Þeir áttu einnig í hug og brjósti
þá hugsjónaglóð, sem vermir og nærir og hvetur til starfs og dáða,
eigindir sem eru í ætt við lífmögn vors og gróanda.
Eg hygg að þessir þingeysku bændur hafi verið yfirlætislitlir menn,