Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 13

Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 13
GLÓÐAFEYKIR 13 1. Um leið og við gerumst félagsmenn í kaupfélagi erum við þar með orðnir eigendur að félaginu, og höfum sama rétt og aðrir. Með atkvæði okkar getum við, á nákvæmlega sama hátt og aðrir félagsmenn, haft áhrif á stjórn og starfshætti félagsins. Þar gildir einu, hvort við eigum fjármagn inni hjá félaginu, eða skuldum nokkra fjárupphæð. Hér skilur á milli samvinnufélags og hlutafélags, þar sem atkvæðisréttur í hlutafélagi fer eftir því fjármagni, sem hver og einn á í félaginu. 2. Ef rekstur kaupfélagsins skilar hagnaði, er tekjuafgangnum varið í þágu félagsmanna, að hluta til í sjóði félagsins til eflingar starfsemi þess, og að hluta til í viðskiptareikninga félagsmanna, í hlutfalli við viðskipti þeirra við félagið. 3. Eignir félagsins verða ekki fluttar burtu af félagssvæðinu. Hér eru glögg skil á milli samvinnureksturs og einkareksturs. Ef t.d. kaupmaður í fámennu byggðarlagi telur sig ekki hafa hagnað af verslunarrekstri sínum, getur hann hvenær sem honum sýnist söðlað um og horfið á brott úr héraðinu. Hann skilur ekkert eftir, sem íbúum þeirrar byggðar, er hann var búsettur í má að gagni koma um framtíð. Hann hefur engum skyldum að gegna við fólkið, og hverfur á brott með þann hagnað sem hann hefur haft af rekstrinum. Er það ekki nákvæmlega það sama og gerðist fyrir einni öld, er erlendir kaupmenn voru einráðir um alla verslun hér, og ráku hana í því augnamiði einu, að arðræna landsmenn sem mest, og flytja gróðann úr landi? Ég hef hér að framan farið nokkrum orðum um starfsemi kaupfélaganna og gildi þeirra fyrir félagsmenn. Ég sagði áðan, að um leið og við gerðumst félagsmenn í kaupfélagi hefðum við sama rétt og aðrir félagsmenn. En við höfum líka skyldum að gegna við félagið. Stundum heyrist það, að þessi eða hinn sé samvinnumaður aðeins í orði kveðnu, hirði lítið um hinn félagslega þátt samvinnustarfsins, ef hann telur sig hafa ábata af því að hafa viðskipti sín annars staðar. Trúlega eru of margir því marki brenndir. En spurningunni sem beint var til mín, vil ég að lokum svara þannig: Kaupfélag er félag fólks, sem af fúsum og frjálsum vilja vill með samhjálp og samvinnu létta sér og öðrum lífsbaráttuna, styðja við bakið á þeim sem minna mega sín, og samfara því, að efla þann félagsþroska, sem í öndverðu var svo ríkjandi meðal samvinnumanna. Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann. Fellum saman stein við stein,

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.