Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 19

Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 19
GLÓÐAFEYKIR 19 Sigríðar var María dóttir séra Hannesar á Ríp Bjarnasonar frá Djúpadal. Móðir Gísla Þorlákssonar var Sigríður Hannesdóttir, prests á Ríp. Þau hjón Gísli Þorláksson og Sigríður Magnúsdóttir voru því systrabörn. Kristín var frá Gröf í Laxárdal í Dalasýslu og átti ættir að rekja til margra merkra manna í Breiðafirði og af Ströndum, og kann ég eigi að svo stöddu að rekja þær ætti að gagni. Mér er samt kunnugt um, að ættbogi hennar er allstór í Dölum, og eiga til þeirrar ættar telja margir merkir menn þjóðkunnir, þótt eigi verði þeir nafngreindir hér. Gísli stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1910. Hann hætti síðan þar námi. Hugur hans hneigðist til búskapar og lauk hann búfræðinámi í Bænaaskólanum á Hólum vorið 1911. Næstu ár 1912 - 1914 stundaði hann búfræðinám í Noregi og Skotlandi og lagði sig einkum fram um sauðfjárrækt. Eftir heimkomu tók hann við búi foreldra sinna á Frostastöðum og hafði það á hendi til vors 1923, er hann keypti Eyhildarholt og hóf þar búskap, og þar átti hann heima til æviloka. Gísli kvæntist 19. júlí 1917 þeirri ágætu konu Stefaníu Guðrúnu Sveinsdóttur bónda og fræðimanns Eiríkssonar á Skatastöðum og konu hans Þorbjargar Bjarnadóttur Hannessonar prests á Ríp. Þeim hjónum varð 11 barna auðið, sem upp komust, 9 sona og 2 dætra. Þau eru öll búsett í Skagafirði, nema elsti sonurinn, sem um skeið hefir stundað blaðamennsku í Reykjavík. Afkomendur Gísla og Guðrúnar í Eyhildarholti munu nú vera hátt á sjöunda tug talsins. í Eyhildarholti bjuggu þau hjón Gísli og Guðrún góðu búi og var mannmargt þar í heimili og gestrisni mikil. I búskap sínum vann Gísli sér það m.a. til ágætis að kynbæta sauðfé sitt með ræktun, sem reist var á sérþekkingu hans, og er talið, að fjástofninn í Eyhildarholti hafi verið þjóðkunnur sem hinn besti á landi hér á sinni tíð, - en niðurskurður fjár vegna mæðiveiki sá fyrir endalokum árangurs þess hugvits, sem Gísli hafði þarna komið til leiðar. Gísli Magnússon hafði ætíð mikil afskipti af félagsmálum. Hann var eindreginn samvinnumaður og mjög umbótasinnaður og lét sér annt um framfarir, sem til heilla horfðu. Af þeim ástæðum og sökum góðra hæfileika hlóðust á Gísla mörg trúnaðarstörf, og skulu þau helstu nefnd hér: Hann var hreppsnefndarmaður í Rípurhreppi árin 1925 - 1962 og oddviti hreppsnefndar 1935 - 1958. Sýslunefndarmaður Rípurhrepps 1937 og 1942 til ársins 1974. Han átti sæti í skattanefnd Rípurhrepps 1924 - 1934 og í yfirskattanefnd Skagafjarðarsýslu og síðar einnig Sauðárkrókskaupstaðar frá 1934 til ársins 1962, er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.