Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 27

Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 27
GLÓÐAFEYKIR 27 Saumastofa KS Eftir Gísla Magnússon frá Frostastöðum. Árin 1925 - 30 voru skeið mikillar hagsældar íslendingum, sem og öðrum þjóðum. Hér verða breytingar á nánast öllum sviðum: steinsteypan verður aðalbyggingarefnið ásamt timbri en torfhúsum fækkar. Kolum er brennt í stað mós og taðs í þéttbýli. Frystitækni ryður sér til rúms og saltfiskreitirnir hverfa smám saman. Túnrækt vex mjög og byrjað er að flytja inn heyvinnuverkfæri í miklu magni. Búfénaði fjölgar, einkum kúm og mjólkurbú eru reist til vinnslu á afurðum. I samgöngumálum má kalla að bylting hafi orðið. Svo skall kreppan yFir. K.S. var um það leyti með ýmsar framkvæmdir í bígerð sem öllum varð nú að slá á frest. Félagið komst þó furðu fljótt úr þeim. En þótt kreppan léki kaupfélögin illa risu þau flest á ný, jafnvel tvíefld eins og K.S. t.a.m. Mörg einkafyrirtæki sló kreppan hinsvegar í rot. Því leituðu margir, sem við þau höfðu skipt, eftir viðskiptum við kaupfélögin. Félögum í K.S. fjölgaði nokkuð á þessum árum, einkum Sauðkrækingum. Má segja að fram til þess tíma hafi það verið nánast eingöngu félag bænda og annars sveitafólks og látið sig varða hagsmuni þess öllu fremur. En áhrif Sauðkrækinga fara nú að verða meiri sem má sjá merki um í ýmsum greinum þótt mest bæri þar á málum er snertu útgerð sem bæjarbúar vildu að K.S. tæki þátt í. Bændur höfðu hinsvegar flestir ímugust á útgerðarrekstri og voru duglegir að tína upp dæmi um ófarir í því happdrætti sem þeim þótti sá atvinnuvegur vera. Oftar en hitt voru bændur og bæjarbúar þó sammála. Svo var t.a.m. um stofnun mjólkursamlags 1935 og saumastofu árið eftir. Á aðalfundi þá um vorið var þessi tillaga borin fram: „Fundurinn heimilar stjórn K.S. að ráða klæðskera til fatagerðar fyrir félagið, ef hún álítur það tiltækilegt.” Uppástungu þessari tillögu átti Jóhann Sigurðsson á Löngumýri (?) og var hún samþykkt í einu hljóði. Undirbúningur hófst næsta ár. Á stjórnarfundi þá um haustið „skýrði framkvæmdastjóri frá að ráðinn væri klæðskeri til að veita forstöðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.