Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 49

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 49
GLÓÐAFEYKIR 49 og kom eigi skapi við hvern sem var. Skipti nokkuð í tvö horn um álit hans og viðhorf gagnvart mönnum og málefnum, og mótgerðir gleymdust honum seint. Ingimar var draumspakur og gæddur dulargáfum sem frændi hans á Einarsstöðum, en um það vissu rauhar fáir. Einar Guðmundsson, fv. bóndi í Ási í Hegranesi, lést hinn 26. júlí 1975. Hann var fæddur í Ási 3. mars 1894, sonur Guðmundar sýslunefndarmanns og bónda þar Ólafssonar og konu hans Jóhönnu Einarsdóttur. (sjá þátt um Guðmund í Glóðaf. 1968, 8. h.). Systkinin voru 6, þau er upp komust, og var Einar eini sonurinn. Eftir eru á lífí 3 systur, allar yngri. Einar óx upp með foreldrum sínum og systkinum í Ási. Ungur fór hann til náms að Hólum í Hjaltadal en var þar aðeins einn vetur, veiktist þá af berklum og lá mánuðum saman á Sjúkrahúsi Sauðárkróks, gekkst undir aðgerð hjá Jónasi Kristjánssyni, þeim ágæta lækni, hlaut fullan bata og var heilsu- góður eftir það allt til síðustu ára, er hann kenndi hjartabilunar og varð þá að liggja nokkrum sinnum á sjúkrahúsi. Einar var tvíkvæntur. Árið 1916 gekk hann að eiga Valgerði Jósafatsdóttur bónda á Syðri-Hofdölum Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur; var hún alsystir Soffíu, konu Jóns á Bessastöðum, (sjá Glóðaf. 1973, 14. h. bls. 58), og þeirra systkina, Var Valgerður mikil myndarkona og harðdugleg. Fyrstu árin voru ungu hjónin í Ási hjá foreldrum Einars, en árið 1921 fluttu þau yfír að Syðri- Hofdölum til Jósafats, föður Valgerðar, og settu þar saman bú. En skjótt dró ský fyrir sólu. Valgerður andaðist vorið 1922. Einar brá búi næsta vor (1923) og fluttist aftur heim að Ási með drengina sína þrjá, er þau Valgerður höfðu eignast. Þeir komust allir upp og eru búfastir á Sauðárkróki: Guðmundur, verkamaður, Guðjón, múrari og Svavar, starfsmaður hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga. Vorið 1925 kvæntist Einar seinni konu sinni, Sigríði Jósafatsdóttur, alsystur Valgerðar, fyrri konu hans. Bjuggu þau hjón í sambýli við foreldra Einars á hálfri jörðinni til 1936, er gömlu hjónin slepptu búi

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.