Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 58

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 58
58 GLÓÐAFEYKIR bónda þar, Gíslasonar bónda í Teigi í sömu sveit, Jónssonar, og konu hans Sigríðar Jónsdóttur frá Undhóli. Kona Gísla eldra og móðir Páls var Hólmfríður Jónsdóttir bónda í Stafni í Deildardal. Hún var mæt kona og skörungur mikill, hreinlynd og glaðlynd. Páll Hólm Gíslason, eigin- maður Hólmfríðar, var mikill atgervismað- ur, traustur maður og vinsæll og vildi hvers manns vanda leysa. Sama árið og þau giftust tóku þau við búi á Undhóli af foreldrum Hólmfríðar, sem dvöldust þar áfram í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar meðan lifðu. Heilsan brast Páli fyrir aldur fram og létu þau hjón af búskap árið 1929, fengu Sölva Sigurðssyni, fósturbróður Hólmfríðar, jörðina í hendur til eignar og afnota, en voru þar kyrr og höfðu nokkrar skepnur, enda bæði tvö miklir dýravinir og fóru vel með allan búpening. Mann sinn missti Hólmfríður árið 1939, rösklega sextugan að aldri. Þau eignuðust eigi börn, en tóku nokkur fósturböm, er þau ólu upp að nokkru leyti eða öllu. Eftir lát eiginmanns síns var Hólmfríður um árabil á Undhóli, átti nokkrar kindur sér til ánægju, heyjaði handa þeim og hirti að vetrinum. Um 1953 flytst hún til fósturdóttur sinnar, Þóreyjar Jóhannsdóttur, og eiginmanns hennar, Þórðar Eyjólfssonar, sem um þær mundir fóru að búa í Stóragerði í Óslandshlíð. Hjá þeim var hún til æviloka. Hólmfríður Jóhannesdóttir var í meðallagi há og svaraði sér vel; dökk á yfirbragð, fríðleikskona. Hún var greind vel, skapgerðin heilsteypt og traust. Félagslynd var hún í besta lagi, kom mikið við sögu Ungmennafélagsins Geisla sem og kvenfélags sveitarinnar. „Henni fylgdi mikil, geislandi birta og glaðværð...” (J.S.) Hún var fágætlega heimakær, elskaði sveitina sína, heimili sitt, og vildi helst aldrei vera nætursakir að heiman. (Upplýs. frá Jóh. Sig. og Birni í Bæ). Hólmfríður Jóhannesdóttir Steinbjörn Marvin Jónsson, bóndi á Hafsteinsstöðum, varð bráðkvaddur 7. september 1975. Bar andlát hans að með sviplegum hætti, var á ferðalagi norður í Þingeyjarsýslu, um nætursakir á bænum Asbyrgi í Kelduhverfi og lést þar í svefni um nóttina. Hann var fæddur að Stóru Seylu á Langholti 6. maí 1926. Foreldrar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.