Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 60

Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 60
60 GLÓÐAFEYKIR héraðinu, var um árabil í karlakórnum Heimi, hafði mikla og blæfagra tenórrödd og söng einsöng með kórnum, var og oft fenginn til að skemmta með söng, ýmist einn eða með öðrum. Steinbjörn var góður hestamaður og starfaði mjög að félagsmálum hestamanna. Hann átti sæti í stjórn hestamannafélagsins Stíganda frá 1964 og formaður frá 1968, vann þar mikið starf og átti gildan þátt í sköpun þeirrar aðstöðu til hestamótahalds, sem hestamannafélögin í héraðinu komu upp á Vindheimamelum og talin er ein hin allra besta á landinu. Hvaðeftir annað sat hann landsþing hestamanna sem fulltrúi Stíganda, var og í dómnefnd gæðinga á þrem síðustu landsmótum. Steinbjörn Jónsson var góður meðalmaður á vöxt og vel á sig kominn, fríður í andliti og allur vel farinn, greindur í betra lagi. „Glaður og hlýr var hann ávallt í viðmóti, prúður og glæstur í framgöngu, tryggur og traustur í öllum samskiptum við vini sína.” Hann vann af alúð og dugnaði að þeim málum, sem honum voru falin til forsjár. Að honum var mikill mannskaði, svo ungum manni og starfhæfum. (Nokkrar heimildir frá sr. G.G. og M.H.G.). Gunnar Jóhannesson Kleif á Skaga, verkamaður á Sauðárkróki, lést hinn 24. september 1975. Hann var fæddur að Neðra-Nesi á Skaga 20. maí 1896, sonur Jóhannesar bónda þar Jóhannessonar og konu hans Margrétar Stefánsdóttur; var hann albróðir Stefáns, (sjá Glóðafeyki 1976, 17. h. bls 68). Gunnar ólst upp með foreldrum sínum að Neðra-Nesi, einn af 5 systkinum, flutti með Gísla bróður sínum að Kleif, er Gísli fór búi sínu þangað árið 1923, og enn fluttust þeir bræður báðir saman til Sauðárkróks 1935 og skildu eigi, meðan báðir lifðu. Arin 1927- 1935 höfðu þeir bræður ábúð á Lágmúla á Skaga, enda þótt þeir væru að vísu báðir á Kleif og Gísli byggi þar. Þeir urðu sæmilega efnum búnir, reistu sér íbúðarhús á Sauðárkróki og bjuggu þar undir sama þaki til æviloka. Lífsferill Gunnars frá Kleif var eigi viðburðaríkur hið ytra né Gunnar Jóhannesson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.