Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 65

Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 65
GLÓÐAFEYKIR 65 Guðmundsdóttur, og konu hans Sigríðar Pétursdóttur bónda á Reykjum á Reykja- strönd og síðar á Reykjum í Tungusveit, Bjarnasonar. Bróðir Sigríðar Björnsdóttur nokkru yngri, var Gunnar, ræðismaður íslendinga í Kaupmannahöfn. Sigríður ólst upp með foreldrum sínum á Skefilsstöðum og vann að búi þeirra fram yfir tvítugsaldur. Arið 1918 giftist hún Hannesi frá Gili í Borgarsveit Benediktssyni síðast bónda í Hólkoti (nú Birkihlíð) í Staðarhreppi, Þorsteinssonar bónda og hreppsstjóra í Litlu-Gröf á Langholti, Bjarnasonar skyttu á Sjávarborg, Jónssonar, og seinni konu hans (Benedikts) Sigurborgar Jóhannesdóttur húsmóður á Herjólfsstöðum á Laxárdal ytra o.v. (drukknaði), Oddssonar bónda á Borgarlæk á Skaga, Grímssonar, og konu hans Elínborgar Jónsdóttur bónda í Ketu á Skaga o.v., Gunnlaugssonar. Þau Sigríður og Hannes hófu búskap á Skefilsstöðum vorið sama og þau giftust, en fóru búi sínu að Hvammkoti á Skaga 1921 og bjuggu þar til 1937, þá í Hvammi á Laxárdal ytra til 1943, en brugðu þá búi og fluttu til Sauðárkróks. Fáum árum síðar slitu þau samvistum, fór Hannes til Akureyrar en Sigríður bjó á Sauðárkróki það sem eftir var ævi. Börn þeirra hjóna, er upp komust, eru 6: Lilja, húsfreyja á Dalvík, Garðar, búsettur í Reykjavík, Sigurður, múrari á Akureyri, Lovísa, húsfreyja í Kópavogi, Helga, húsfreyja á Sauðárkróki og Hafsteinn, bifreiðarstjóri á Sauðárkróki. Son misstu þau ungan, Steindór Hafstein. Eftir að til Sauðárkróks kom, vann Sigríður utan heimilis allt fram á elliár, einkum í fiski, svo og lengi á sláturhúsi K.S. Þá vann hún og mikið hjá Ólínu systur sinni og seinni manni hennar, Guðjóni Sigurðssyni bakara, en þau höfðu um langt skeið með höndum veitingasölu í samkomuhúsinu Bifröst. Sigríður Björnsdóttir var meðalkona á vöxt, svipurinn hreinn og skýrlegur; hún var prýðilega greind, glaðleg í viðmóti, skapstór nokkuð, en trygglynd og vinföst. Hún var afburðadugleg til allra verka, jafnt utan húss sem innan. (Heim. St. Magn.). Sigríður Bjðmsdóttir

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.