Glóðafeykir - 01.04.1984, Síða 66
66
GLÓÐAFEYKIR
Magnús Bjarnason, kennari á Sauðárkróki, varð bráðkvaddur hinn
13. nóvember 1975.
Hann var fæddur í Stóru-Gröf á Langholti 13. mars 1899, sonur
Bjarna jámsmiðs Magnússonar, Jónssonar bónda á Lýtingsstöðum í
Tungusveit, Bjarnasonar bónda að Hall-
dórsstöðum á Langholti, Jónssonar bónda á
Marbæli í sömu sveit, Jónssonar. Móðir
Magnúsar og kona Bjarna smiðs var Kristín
Jónsdóttir frá Strandhöfn í Vopnafirði.
Hafði Bjarni farið austur þangað með Arna
lækni Jónssyni árið 1892 og verið þar á hans
vegum til 1897, er Árni læknir andaðist. Þar
eystra kynntist Bjarni konuefni sínu. Kona
Magnúsar á Lýtingsstöðum, föður Bjarna
smiðs, var Guðrún Arnþórsdóttir, en kona
Bjarna á Halldórsstöðum var Ragnheiður
Magnúsdóttir Magnússonar prests í Glaumbæ.
Þau Bjarni og Kristín fluttust vestur hingað 1897, fyrst að
Eyhildarholti og svo að Stóru-Gröf, í húsmennsku á báðum stöðum,
reistu bú á Löngumýri í Hólmi 1899 og bjuggu þar tvö ár, fluttu þá til
Sauðárkróks með börnum sínum, Guðrúnu og Magnúsi, og áttu þar
heima til æviloka.
Magnús ólst upp með foreldrum sínum, stundaði sjó á
unglingsárum, lauk námi í unglingaskóla um tvítugsaldur og
kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1924. Næstu 9 árin var hann
kennari í Torfalækjarhreppi vestra, í Rípurhreppi og Holtshreppi og
síðan eitt ár við Austurbæjarskólann í Reykjavík, en réðst svo árið
1934 að Barnaskólanum á Sauðárkróki og var þar fastur kennari allt
til ársins 1961, er hann hvarf frá kennslustörfum. Árin 1936 - 1946
kenndi hann einnig við unglingaskólann á Sauðárkróki. Tvær
námsferðir fór hann til Norðurlanda, 1933 og 1958. Magnús var góður
kennari, ljúfur og glaðlyndur og laðaði að sér börn og unglinga;
nemendum þótti vænt um hann.
Magnús Bjarnason var að vísu kennari að ævistarfi. En fyrir
mannkosta sakir, vinsælda og félagshyggju komst hann eigi hjá að
gegna fjölda trúnaðarstarfa. Hann sat í hreppsnefnd 1936 - 1942 og
aftur 1946 - 1947, í bæjarstjórn 1947 - 1958 og aftur 1962- 1966. Hann
Magnús Bjarnason