Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 15
SKÍRNIR
LÍF OG ÞJÁNING
9
Fyrr á öldum eru þess ótal dæmi að fólk hafi skilið þetta svo, að
því meir sem það kveldist, því nær kæmist það guðsríki; flest ef
ekki öll þjáning væri af hinu góða, og hverskyns meinlætalifnaður
og sjálfspíslir vel til þess fallin að styrkja það í sannri trú. Með hlið-
sjón af lífsgleðinni í boðskap meistarans hljómar þetta sem öfug-
mæli. En með hliðsjón af algengum tilhneigingum í mannlegu sál-
arlífi er það aðeins óhjákvæmilegur fylgifiskur miskunnarlausra
samfélagshátta og fátæklegrar guðfræði. Árangurinn varð líka
sjaldnast, ef nokkurntíma, sú sjálfsafneitun sem Jesús Kristur
krafðist af mönnum. Og það er ekki að undra. Sá sem keppist við
að þjást til að öðlast sælu, jafnvel í samkeppni við aðra, er ekkert
síður upptekinn af sér og sínu en sá sem lifir í vellystingum prakt-
uglega. Og sá sem er upptekinn af sjálfum sér finnur ekki fyrir upp-
runa sínum og þar með sínu innsta eðli; hann er firrtur guði.
Ef við afskrifum hugmyndina um að öll þjáning sé af hinu góða,
liggur beint við að spyrja hvers konar þjáningu Jesús hafi átt við
þegar hann hvatti fólk til að „taka kross sinn“. Svarið virðist mér
felast í samtengingunni sjálfsafneitun -þjáning - trú. Sá sem í raun
afneitar sjálfum sér kemst ekki hjá því að þjást. Og sá sem þjáist
sökum sjálfsafneitunar er eða verður fær um að trúa. Sú þjáning
sem við er átt er því sú ein sem hlýst af sjálfsafneitun, sjálfsauðmýk-
ingu. Og eins og til að enginn skilji sjálfsafneitun sem lítillæti, og
enn síður sem uppgerðar-lítillæti, bætir meistarinn við þessari
þverstæðu: „Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og
hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það.“ Sjálfsafneitun
og sú þjáning sem henni er samfara er því spurning um líf og dauða
í trúarlegum skilningi. Hver sem vill bjarga lífi sínu með því að
hliðra sér hjá sjálfsafneitun, dæmir sig til trúleysis, andlegs dauða.
Hann bjargar aðeins því sem hann heldur að sé lífið, þ. e. sjálfum
sér sem einangraðri og upphafinni tilvist, en týnir með því raun-
verulegu lífi sínu, þ. e. lífi sínu í guði. En hver sem týnir lífi sínu
vegna Krists, hver sem gefur sjálfan sig upp á bátinn sem einangr-
aða og upphafna tilvist, hann finnur raunverulegt líf sitt, líf sitt í
guði.
Sé þetta rétt skilið, er auðsætt að Jesús Kristur er ekki með allra
vinsælustu spámönnum samtímans. Ef við virðum hann ekki að
vettugi með öllu, þá kjósum við að gera úr honum eitthvað nota-