Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 177
SKIRNIR
RITDÓMAR
171
Gylfi Gröndal orðar frásögn Tómasar svo skýrt og markvisst að þar
verður naumast að fundið. Málfar er lýtalaust (nema amast sé við því að
menn „kynntust störfum bvers annars“ (174) og prentvillur varla til.
Ekki er eins vel um bók Þórunnar. Þar er slæðingur af prent- eða staf-
setningarvillum og orðalag sums staðar vafasamt. Látum vera talmáls-
myndir eins og „ílengdist“ (19) og „samrýmd“ (23). En mjólk hlýtur að
vera seld í frekar en „úr lokuðum óáteknum ílátum" (59); né segja menn
„meira er matur en feitt kjöt“ (28); og það hefur eftir samhenginu verið af-
hald fremur en „aðhald“ (258) sem Einar naut hjá foreldrum og systkinum.
Og eitthvað fleira er það svona smálegt, sumt kannski mismæli eða mis-
heyrn af segulbandinu („nóg íipyndunarafl í fásinnu" (17) í staðfásinninu).
Einnig vottar fyrir efnislegri ónákvæmni. Það er ekki rétt að „almenn
vísitala var fyrst reiknuð út árið 1939“ (176), eða að Kristjón Kristjónsson
hafi verið framkvæmdastjóri útflutningsdeildar SÍS (195), eða að „útflutn-
ingsbætur á tíu prósent allrar landbúnaðarframleiðslu voru lögfestar" 1960
(241), heldur var lögfest heimild til að útflutningsbætur næmu sem svaraði
10% af verðmati landbúnaðarframleiðslunnar. Þetta er útlistað nánar á bls.
198-99 og einnig þar ranglega: „fyrir magn er næmi tíu prósent framleið-
slunnar." Fáein svona atriði eru auðvitað ekki tiltökumál, en þó athygl-
isvert að þau skuli hafa flotið í gegnum yfirlestur þeirra þriggja fróðu
manna- auk Einar sjálfs - sem Þórunn tilgreinir í formála að lesið hafi bók-
ina í handriti. En það er annars mjög til fyrirmyndar að fá yfirlesara að bók-
um fyrir útgáfu og líklega of lítið tíðkað hjá bókaforlögum hér.
Minningar Tómasar Þorvaldssonar og Einars í Lækjarhvammi eru dæmi
um bókmenntagrein sem hefur unnið sér verulega hylli, og eru vinsældir
hennar verðskuldaðar þegar svo vel er til vandað sem hér, bæði að fram-
setningu og fróðleiksgildi. Það er ekki amalegt að kynnast á þennan hátt
völdum fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem kunna að lýsa lífi og starfi lið-
ins tíma frá sjónarhóli þátttakandans.
Helgi Skúli Kjartansson
Fríða Á. Sigurðardóttir
EINS OG HAFIÐ
Vaka - Helgafell, Reykjavík 1986.
Fríða Á. SigurðardóTTIR kvaddi sér hljóðs sem skáld árið 1980 með smá-
sagnasafninu Þetta er ekkert alvarlegt sem gefið var út af Skuggsjá. Áður
hafði hún m.a. ritstýrt safninu íslensk Ijóð ásamt Eiríki Hreini Finnboga-
syni og Guðmundi G. Hagalín og skrifað lærðar ritgerðir um bókmenntir.
Ein slík, sem ber heitið Leikrit JökulsJakobssonar, kom út 1980 í ritröðinni
Studia Islandica, Islensk fræði, sem Menningarsjóður gefur út.
í fyrsta smásagnasafni hennar eru afbragðsvel gerðar sögur. Ég nefni sem