Skírnir - 01.04.1987, Side 200
194
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
leggst svo í ferðalög, og þá verður iðulega sendibréfsstíll á frásögninni,
enda er svo um allt sem hún sér, smakkar og skynjar á annan hátt, að það
verður að vera í samneyti við elskhugann, jafnvel þótt það samneyti sé
ímyndað. Þessvegna er mikill hluti sögunnar eðlilega í 2. persónu eintölu,
svo sjaldgæft sem það er.
Þau kynntust í skólanum, þar sem bæði kenndu, en skólinn er síðan
aldrei nefndur á meðan hún er í ástarsorginni, þá er hún annaðhvort heima
hjá sér eða á ferðalögum. „Eftir að vonin um þig hverfur er ég að heita má
ekki til nema í draumum mínum og á ferðalögum. A þvælingi um ókunna
staði getur maður lifnað þótt það sé leiðinlegt að ferðast" (bls. 138). Þetta
verður til að magna lýsingu ástarsorgarinnar, að konan svífur ein í lausu
lofti, árum saman.
Persónur
Sem áður segir, fer mest fyrir Oldu sjálfri, svo aðrar persónur verða ein-
hliða skuggar. En þær hafa þá hlutverk í fléttunni, og bókin verður sterk,
áhrifarík vegna þessarar einbeitingar að örlögum einnar manneskju.
Það litla sem fram kemur um ástmanninn Anton, ber vott um „karllegt“
gildismat, sem Öldu er alveg framandi. Konur vekja í honum söfnunar-
hneigð, andstætt ástríðu hennar, hún má horfa upp á hann káfa á Hildi leik-
fimikennara þegar hann er að hrinda Öldu frá sér. Síðan klífur hann met-
orðastigann eftir ýmsum leiðum; framhaldsnám í Oxford, háskólakennsla
kemur í stað menntaskólakennslu, framboð, og að lokum er hann orðinn
ráðherra og jórtrar innantómar klisjur í útvarpi. „Einkennilegt að vera op-
inber hæstráðandi menntamála en vilja engu ráða í einkamálunum" (bls.
136). „Það er ekki hár vinningur hjá þér að komast til metorða. Stærsti
vinningurinn væri að stökkva í áfangastað til mín“ (bls. 141) hugsar hún.
Egill er allt öðruvísi, sannur félagi hennar í því að njóta líðandi stundar.
Þannig er hann henni hin mesta huggun eftir að Steindór fremur sjálfsmorð
vegna hennar (bls. 30-31). Síðan er það endurtekið minni, að „Egill nennir
ekkert að tala við hana“, það sýnir best hugarástand hennar, enda kemur
fram að hún nær ekki lengur sambandi við Ölmu systur sína (bls. 83, 102
og 105). Vill Egill nánari tengsl við hana? Það er gefið í skyn í skemmtilega
tvíræðri klausu eftir dauða Ölmu, þar sem húsið táknar Öldu sjálfa
(bls. 145):
Ekki fer ég að leigja út neðri hæðina. Eg skrölti frekar ein á efri hæð-
inni í þessu tvílyfta húsi. Mannlaus neðri hæð. Það fer vel á því. Egill
hefur að vísu talað um að fá afnot af henni, er. ég tek því víðs fjarri.
Og kannski er hann að grínast.
En hann tryllist svo alveg þegar hann kemst að þessu með Anton. „Nú
segist hann skilja allt. Af hverju ég sé orðin svona. [...] Alda þú varst svo