Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 139
SKÍRNIR
SKIRNISMAL
133
Einstaklingurinn og athafnir hans eru enn kjarninn í því sem hin
nýrri fræði - siðfræði og félagsfræði - hafa um sögurnar að segja.
Með þessum fræðum er reynt að fella sögurnar inn í almennan hug-
myndaramma sem að rökum tilheyrir sögunum, þótt hann komi
ekki til umfjöllunar í þeim sjálfum. Viðureign þessara fræða við
sögurnar skerpir skilning á þeim og dregur saman vitneskju um
þær, en hafa jafnframt sömu áhrif og hinar fyrri atlögur, að hlut-
gerva menningararfinn, búa enn betur um hann undir gleri. Við þessar
nýju atlögur greinir menn enn á um margt sem einnig skiptir máli
fyrir hin eldri fræði. Mikilvægast slíkra ágreiningsefna er líklega
hve mikilla erlendra áhrifa og kristinna gætir í fornritunum. Ljóst
er að slík áhrif hljóta að skipta máli hvað varðar siðaboð og samfé-
lagsþróun sem lesa má úr sögunum, en þau skipta miklu minna
máli þegar horft er til heildargerðar siðferðisins sem þar birtist eða
til stöðumyndarinnar sem brugðið er upp af samfélaginu.
Siðferðið sem birtist í sögunum er siðferði einstaklinga; siðferði
einstaklings andspænis öðrum einstaklingum eða í félagi við aðra
einstaklinga og þá andspænis enn öðrum. Þeir siðir sem þarna
koma fram eru óháðir föstum viðmiðum utan hversdagslegrar lífs-
baráttu og utan baráttu við aðra einstaklinga og taka ekki til samfé-
lagsins í heild. Hugmyndin um samfélag virðist hvergi í sjónmáli í
ritunum sjálfum, þótt auðvitað megi af þeim draga ályktanir um
samfélagið sem þau lýsa og samfélagið sem þau eru sprottin úr.
Þessar stöðumyndir samfélagsins virðast helst sýna, að það hafi
varla verið annað en vettvangur átaka milli einstaklinga, félaga - í
upphaflegri merkingu þess orðs - og ætta. Ættir, sem ef til vill
mætti líta á sem vísa að samfélagi, skipta í raun ekki miklu máli þar
sem frændur eru frændum verstir. Það sem þessi siðfræði leggur
mönnum til lofs eða lasts er, eins og áður segir, hlutlægt, hlutlaust
og nánast hlutgert, bundið við einstaklinginn sjálfan og árangur
hans í að etja kapp við aðra. Þessi siðfræði er réttnefnd viðskipta-
fræði.
Ur þessari ofuráherslu á einstaklinginn má lesa það sem kalla
mætti frumspekilega einstaklingshyggju. Það er eins og gengið sé
útfrá því að maðurinn sé í eðli sínu aleinn og að allt sem unnt er að
segja og vert er að taka á sé sprottið frá honum sjálfum og einum.
Þessi einstaklingshyggja er ekki vísvituð einstaklingshyggja annarra