Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 184
178
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
Og svo heldur máninn innreið sína í mannlífið þessa nótt, þar sem Steini
stendur undir reynitrénu gamla í garði hússins og tekur sér sína eigin gröf.
En óvæntir atburðir verða til þess að gröfin fær ekkert lík.
Eins og hafið er hópsaga þar sem fram fer mörgum sögum samtímis.
Höfundur gerir úttekt á tilfinningaböndum fólks og sýnir hvernig næsta
tilviljanakennd atvik breyta afstöðu manna hvers til annars. Menn hljóta þó
að lúta ástinni, hvernig sem allt veltist, því hún er þungamiðja alls sem er.
Þetta er saga um eðli ástarinnar, kraft hennar og dularmátt, síbreytileika
hennar en um leið ódauðleika. Astin sjálf er eins og hafið í öllum þess ólíku
myndum.
Rannveig G. Ágústsdóttir
Einar Már Guðmundsson
EFTIRMÁLI REGNDROPANNA
Almenna bókafélagið, Reykjavík 1986.
SYNDAFLÓÐ SAGNAHEIMS
I NÝLEGU viðtali í tímaritinu Teningi (3. hefti, 1987) segir Einar Már Guð-
mundsson um nýjustu bók sína, Eftirmála regndropanna, að hana megi
skilja sem „síðasta kaflann í Vængjaslættinum, þar sé komin refsingin fyrir
að . . . nei nú segi ég ekki meir, því öll svona túlkunaratriði læt ég liggja í
undirvitund textans" (45). Þótt Einari mælist svo, hefur hann verið höf-
unda djarfastur við að túlka eigin verk í viðtölum, og þótt hann sé í slíkri
túlkun einungis í stöðu hvers annars lesanda, get ég fallist á þessi atriði. Síð-
asti kafli Vœngjasláttar íþakrennum (Alm. bókafélagið 1983) heitir „Epí-
lógur um veðrið" og þar hefst sú rigning er dynur á söguhverfi Einars út all-
an Eftirmálann. Heiti nýjustu bókarinnar er tvírætt. Regnið er eftirmáli
þess heimsendis sem við sáum í VængjasLettinum, þeirrar rústunar stráka-
heims sem til varð í kofaþorpi og dúfnamergð. En jafnframt er það einungis
upphaf þess flóðs sem á eftir kemur, þegar fyrir þessa tortímingu verður
refsað með annars konarheimsendi; í lok£/tirtni/anshugsarDaníel sálna-
hirðir með sér að nú sé „flóðið byrjað".
Heimsendir
Það má líka líta svo á að þessar tvær skáldsögur séu í senn eftirmáli og ítrek-
un þess „syndafalls" sem við verðum vitni að í fyrstu skáldsögu Einars,
Riddurum hringstigans (Alm. bókafélagið 1982). í því verki ætla þeir Jó-
hann Pétursson, sögumaður tveggja fyrstu bókanna, og félagar hans að láta
ímyndunaraflið leika lausum hala í staðreyndasteypu fullorðinna, innan
um nýbyggingar ótilgreinds Reykjavíkurhverfis, þar sem þrílógía Einars
gerist. Strákarnir mæla sig við þessi hús sem spretta upp í loftið: