Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 163

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 163
SKÍRNIR RITDÓMAR 157 þá var hann löngum eitt af aðalsmerkjum Sigurðar sem ritskýranda og fræðimanns. Enda þótt höfundur víki hér og þar að kenningum erlendra fræðimanna, er þar hvergi um ómelta hugmyndasögu að ræða. Þvert á móti hefur Sigurður lag á því að vega og meta annarra þanka af smekkvísi og kostgæfni. Annað sem ber frumleika Sigurðar fagurt vitni er málfarið á lestrunum. Hann getur þess sjálfur í bréfi til Ágústs H. Bjarnasonar frá 1915, sem prentað er í bókarlok, að það sé ekki þrautalaust að íslenska þessi fræði: „Eg finn sáran til orðaleysisins þegar ég ætla að skrifa um það, sem ég hef lesið eða hugsað, á sæmilegu máli. Auk þess vil ég ekki vera að búa til orð yfir hugtök, sem aðrir eru ef til vill búnir að skíra betur“ (299). Það hefur ávallt verið einn stærsti vandi þeirra, sem hafa skrifað um heimspeki og skyld fræði á íslensku, að koma þeim orðaforða sem notaður er í þessum greinum, á sæmilegt mál. I þeim efnum má tvímælalaust margt læra af fang- brögðum Sigurðar við orðin og þeirri nýyrðasmíð sem hann stundar í Ein- lyndi og marglyndi. Ég nefni sem dæmi „orðleiðslufræði", „hugsmíðaafl“ og „leikhyggju", en þau orð finnst mér bera smíðagáfu Sigurðar skemmti- legt vitni. Það er reyndar tímabært, að einhver glöggur íslenskufræðingur taki sig til og geri allsherjarúttekt á mályrkju Sigurðar Nordal, en Sigurður var einn atkvæðamesti og listfengasti nýyrðasmiður á íslenska tungu. Að endingu ber að geta þess, að frágangur bókarinnar Einlyndi og marg- lyndi er útgefendum til sóma. Það var vel til fundið að láta fylgja með þau sendibréf, sem prentuð eru í Viðauka, þareð þau varpa nokkru jjósi á undirbúning lestranna. Sömuleiðis er mikil bót að þeim athugasemdum og skrám, sem er að finna í bókarlok, ekki síst útlendingatalinu sem er þarfa- þing. Inngangur Þorsteins Gylfasonar, sem fyrr var nefndur, er hnyttinn á köflum og lipurlega stílaður, eins og Þorsteins er von og vísa. Að vísu er mér ekki alls kostar ljóst, hvað Þorsteinn á við með þeim orðum, að Ein- lyndi og marglyndi hafi heimildargildi um lífið í Reykjavík, nema þá ef vera kynni hnyttin innskot á borð við þetta: „I Reykjavík er nærri nóg að vera útlendingur til þess að maður geti hagað sér eins og hann vill. Siðferðistil- finningin er sljó, venjur allar á reiki, allir hafa þá tilfinningu, að menningin sé lök eftirlíking annars betra, þeir hafa ekki í fullu tré gegn þeim, se.m brjóta reglurnar, einkum ef þeir halda, að þeir þekki aðrar reglur“ (80). 1. Dægradvöl, Rvík 1965, bls. 140. 2. Guðmundur Finnbogason: Hugur og heimur, Rvík 1912, bls. 7. 3. Einlyndi og marglyndi, Rvík 1986. Blaðsíðutöl innan sviga vitna til þessarar bókar. 4. Fornar ástir, Rvík 1949 (önnur útgáfa), bls. 162. 5. Áfangar 1, Rvík 1943, bls. 4. 6. Sama rit, bls. 110. 7. Sama rit, bls. 83. 8. Fornar ástir, bls. 98-9. 9. Sama rit, bls. 133-4. Arthúr Björgvin Bollason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.