Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 29
SKÍRNIR
LÍFSVIÐHORF SÍRA MATTHÍASAR
23
á prédikanir hans og boðskapur hans verður oft á tíðum bein-
skeyttur og hnitmiðaður.
En hvers konar guðfræði var nýguðfræðin? Fyrst ber að geta
þess, að hún er vaxin úr þýskum jarðvegi upplýsingarstefnunnar og
var róttæk umbótastefna. Þau atriði, sem einkum einkenna nýguð-
fræðina, eru nýjar aðferðir og viðhorf í biblíurannsóknum, þar sem
litið er á Biblíuna sem heimildasafn og ritendur hennar sem hverja
aðra heimildaritendur, sem voru ýmsum takmörkunum háðir, svo
sem eigin heimsmynd, lífsviðhorfum og mannskilningi. Þessi við-
horf voru vissulega til góðs.
Annað sterkt einkenni á nýguðfræðinni var fráhvarf frá játning-
unum, en þess í stað meiri áhersla og áhugi á reynslu manna og
breytni og þar með siðfræði. Harnack sjálfur ritaði mikið og fræði-
legt verk um sögu kirkjukenninganna, sem enn er í fullu gildi. Ekki
verður annað sagt en þetta viðhorf nýguðfræðinnar hafi verið tíma-
bært þótt vanmat margra guðfræðinga stefnunnar á játningunum
hafi verið um of.
Þriðja atriðið, sem einkennir nýguðfræðina er bjartsýn sögu-
skoðun. Allt fer vel að lokum, guðsríki var að þeirra skilningi eitt
meginatriðið í boðskap Jesú og innan skamms mun það renna upp
hér á jörð. Eins og síðar kemur fram hefur síðari tíma guðfræði
dregið söguskilning svo og guðsríkistúlkun nýguðfræðinnar mjög
í efa.
I stað játninganna leitaði nýguðfræðin til upprunans: Jesú sjálfs.
Harnack leit þannig á guðfræði fornkirkjunnar, að hún væri af-
vegaleidd af hellenskri eða grískri heimspeki og ekki aðeins guð-
fræði fornkirkjunnar, heldur jafnframt guðfræði kirkjunnar upp
frá því, þar sem helstu játningarnar voru samþykktar á kirkjuþing-
um á fyrstu öldum kristindómsins. Harnack og þar með frjálslynd
guðfræði aldamótanna vildi komast aftur fyrir hina kirkjulegu
guðfræði og leita til hins upprunalega kristindóms Jesú sjálfs og
jafnframt til samtímans eða því sem næst, til siðfræði Kants og ann-
arra þýskra heimspekinga.17 Og nýguðfræðin taldi sig vita í hverju
hinn upprunalegi boðskapur Jesú var einkum fólginn: Guð er faðir
allra manna og allir menn eru bræður og systur og á endanum mun
guðsríkið upp renna hér á jörð. Harnack greinir á milli boðskapar
Jesú og boðskaparins um Jesúm. Hann heldur því fram, að boð-