Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 147
SKIRNIR
RITDÓMAR
141
afar mislangt frá því orði sem þeir eru að leita að og þurfa kannski að kasta
netum sínum víða. Eflaust er algengt að menn þurfi á orði að halda sem hef-
ur nánast sömu merkingu og eitthvert orð sem þeir muna eftir, en samt ein-
hver önnur blæbrigði. Miklu oftar held ég þó að orðin sem menn muna eftir
geti ekki í nokkrum þröngum skilningi talizt samheiti þess orðs sem þeir
þykjast þurfa að nota, heldur séu meira og minna fjarskyld.
Einn meginókostur IS er að mínum dómi sá, að hún er orðaleitarbók sem
byggist á tiltölulega þröngum skilningi þess hvað telja beri samheiti. Þenn-
an skilning má lesa út úr þeim (hálfafsakandi) orðum ritstjórans sem eru til-
greind í síðustu tilvitnun hér á undan, en þó enn skýrar í áður nefndum
greinum hans. I Skírnisgreininni segir hann:
Samheiti eru í víðustu skilgreiningu orð sem hafa sömu eða næstum
því sömu merkingu, og verður sú skilgreining lögð til grundvallar í
bókinni.
I Skímugreininni má finna næstum sömu orð.
Eg ætti kannski að taka fram að IS er ekki eina orðaleitarbókin sem bygg-
ist á þröngum skilningi samheitishugtaksins. Ein af fjórum enskum sam-
heitabókum sem ég hef að jafnaði innan seilingar þegar ég er að skrifa á því
máli er að þessu leyti svipuð IS, enda gagnslausust þeirra fjögurra; ritstjórar
þeirrar bókar reyna á engan hátt að réttlæta þennan skilning frekar en rit-
stjóri IS og virðast líta á hann sem fullkomlega sjálfsagðan hlut.
Þess sjást þó merki að Svavar hefur haft einhverja bakþanka. í Skímu-
greininni segir hann:
Eins og sjá má af sýnishorninu verður samheitaorðabókin í stafrófs-
röð; hún er ekki hugtakaorðabók að uppbyggingu. Þó verða sumar
greinar þannig að þær bera einkenni slíkra bóka. Þannig verða undir
orðinu aðalsmaður taldar ýmsar tegundir aðals, t. d. barón, frí-
herra, fursti, greifl, herramaður, lávarður, riddari, af því að um
takmarkaðan fjölda er að ræða. Hins vegar verða ekki undir orðinu
málmur taldar allar tegundir málma. Venjuleg samheitaorðabók
tekur saman orð sem hafa að verulegu leyti sömu merkingu en hug-
takaorðabók gerir aftur á móti grein fyrir [orðunum] sem falla undir
ákveðið aðalhugtak þó að þau séu ekki sömu merkingar. Fyrsta
samheitaorðabók um íslensku, Clavis poeticum eftir Benedikt
Gröndal Sveinbjarnarson, sem út kom árið 1864 og fjallaði um
skáldamálið forna, var blanda af þessu tvennu. Þar eru t. d. undir
orðinu arbor (tré) talin öll heiti trjátegunda í undirgrein eftir að talin
eru samheiti við orðið tré.
I þessari tilvitnun gætir nokkurs tvískinnungs. Hversvegna ætti að telja
upp ýmsar tegundir aðals undir adalsmaður, en ekki málmtegundir undir