Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 183
SKÍRNIR
RITDÓMAR
177
framhaldið. Hún hefur allar forsendur til að verða farsasl kona. Og það
byrjar með því að hún fyrirgefur mömmu sinni innra með sér, „eða finnst
jafnvel að hún muni kannski geta fyrirgefið henni“ (146). Hún hefur á ein-
hvern hátt losnað við steininn úr brjósti sér.
I sögu sinni, sem ekki er ýkja löng, þrettán kaflar og 148 blaðsíður með
allþéttu letri, byggir Fríða upp heilt þorp. Hún er að nefna nýjar persónur
til sögunnar svo seint sem á blaðsíðu 125 (Vilborgu, vinkonu Lóu) og alls
líta dagsins ljós um 45 persónur, þar af eru íbúar hússins, alls 12, aðalper-
sónur auk þriggja utan úr plássi, þeirra Gústa, Skúla og Ingunnar og ef til
vill fleiri.
Frásagnaraðferð Fríðu þekkjum við að nokkru leyti úr smásögum
hennar: ör atriðaskipti innan hvers kafla sem gefur breytilegt sjónarhorn
með því að hafa margar persónur sem líta ólíkt á umhverfi sitt og tilveruna.
Það má taka dasmi úr 2. kafla sem er aðeins 7 blaðsíður en þar er skipt sjö
sinnum um atriði og sögumann, en allt blandast þetta saman og úr verður
margbrotið mannlíf. Höfundur sér inn í hug persóna að vild, notar sér
einnig drauma, almannaróm, raddir persóna sem ýmist eiga sér nafnið eitt
(Lóa úr Víkinni) eða fá auk nafns eftirminnilegt líf (Sigríður með sínar
hvítu hendur og Nonni á löppinni). Þá notar höfundur sér þann forna gald-
ur að segja fyrir um hluti og magna upp eftirvæntingu á þann hátt með
forboðum, sbr. draum Petru um hrafnana fimm sem ráðast til inngöngu í
húsið (37).
Vitranir milli svefns og vöku er líka ein aðferð höfundar til að koma
heimi sögunnar til skila (106). Hver einn tími mannlegrar vitundar er jafn-
góður til slíks, hvort heldur er vaka, draumur, vitrun, ofskynjun, raddir að
ofan eða neðan. I lífi skáldskaparins er ekki bara ein rás fremur en í ljósvak-
anum.
Skáldið vílar ekki fyrir sér að láta sögupersónur sínar tala við drauga
enda heldur einn slíkur utan um söguna og ber hana uppi. Enn eitt atriði
sem gerir frásöguna svo áhrifamikla er lifandi mál náttúruaflanna. Kaflarnir
hefjast oft á náttúrulýsingu sem slær tón frásagnarinnar. Nútímahöfundar
ýmsir hafa undanfarin ár forðast náttúrulýsingar eins og heitan eldinn, ótt-
ast mærðina eða endurtekningu á gömlum orðaleppum. En í náttúrulýs-
ingum Fríðu er sneitt hjá fallgryfjum. Tökum hér dæmi af gamalkunnri
mynd, mánaskini:
Máninn líður um himininn, hellir undarlegri birtu sinni á jörðina,
gagnsærri, ójarðneskri. Máninn líður um himininn, stígur dans við
léttar skýjatásur sem vilja hylja hann í faðmi sér, en svo ýtir hann
þeim frá sér; einn vill hann stíga næturdansinn sem villir haf, jörð og
himin, einn. Ljómi hans er kaldur og það fer hrollur um Steina . . .
(100)
Skírnir -12