Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 41
SKÍRNIR
LÍFSVIÐHORF SÍRA MATTHÍASAR
35
arenda: „Hvat ek veit, hvárt ekmun óvaskari maðr en aðrir menn, sem mér
þykkir meira fyrir en öðrum mönnum at vega menn.“29
Sigurður Nordal heldur áfram:
Mörgum verður starsýnt á það, að hann var trúmaður og trúarskáld. Þar
kennir ýmissa veðrabrigða: hann er alinn upp í guðsótta, verður prestur,
brýtur heilann um trú og vísindi, er lengst af veikur í rétttrúnaðinum. En
allt þetta er í rauninni aukaatriði. Trúin er með mörgu móti, bæði í orði og
verki, og margar myndir hennar voru síra Matthíasi fjarri skapi. En mann-
úð hans hlaut að gera hann að trúmanni, einmitt í samræmi við innsta
kjarna kristninnar . . . Enginn getur skilið trú síra Matthíasar nema í sam-
bandi við mannúð hans - né síðan þroska Matthíasar nema í sambandi við
trúna. Hann greindi aldrei milli ástar sinnar á guði og mönnum . .. Og ein-
mitt af því, að trú hans var lifandi þáttur sálarinnar, en ekki neitt hrófatildur
kennisetninga og ályktana, gat hann leyft sér að vera sífellt að efast og leita.
Hann efaðist um skilning mannanna og þekkingu á guði en aldrei um guð
sjálfan.30
Sigurður Nordal segir síðar í grein sinni:
Eg sagði, að mér hefði fundizt mest til um síra Matthías Jochumsson af öll-
um mönnum, sem ég hefði kynnzt. Eg kynntist honum mest rúmu ári áður
en hann dó. Hann var orðinn hrumur og sjóndapur, en skilningurinn var
næmur, lundin glöð, hjartað heitt. Enginn maður hefur verið mér svo lif-
andi sönnun þess, að andinn er meira en efnið, lífið meira en dauðinn, að
sálin á ekki að sofna þegar hún er „rétt vöknuð". Þessi sál var ekki blaktandi
logi á nærri útbrunnu kertisskari. Hún minnti mig fremur á ungan hauk, í
gömlu og hrörlegu hreiðri, albúinn til flugs.31
En hvað sagði síra Matthías sjálfur í elli sinni um trú sína og lífs-
viðhorf? Síra Friðrik J. Rafnar hefur haldið til haga einni setningu,
sem eins og lýkur upp djúpum leyndardómi. Hann segist eitt sinn
hafa heyrt síra Matthías segja þessi orð við föður sinn og telur þau
lýsa betur en nokkuð annað hinni ævilöngu glímu hans við guð-
fræðina: „Ég hef aldrei getað sætt mig við aðra dogmatik en heilaga
ritningu, og engar trúfræðiskýringar hafa dugað mér nema þær,
sem móðir mín kenndi mér í bernsku.“32
Þessi orð koma heim við eitt af fegurstu kvæðum síra Matthíasar,
kvæðið, sem hann orti um móður sína, Þóru Einarsdóttur, sem dó
1872; þar er þetta erindi: