Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 104
98
EMILY L. MEREDITH
SKÍRNIR
Morris var tregur til að horfast í augu við þessi sannindi um mið-
aldasamfélagið. Það tók hann reyndar líka langan tíma að átta sig á
því að það var ógerlegt að endurlífga listtækni miðalda á hans
dögum. „Ég er farinn að skilja til hlítar þær vinnsluaðferðir sem
mótuðu listsköpun miðalda,“ segir hann, „en uppgötvaði um leið
að það var óhugsandi að beita þessum aðferðum í gróðahyggju-
þjóðfélagi voru.“28 En jafnvel þótt unnt hefði verið að endurskapa
þessar listrænu aðferðir á Englandi Viktoríutímans endurspeglaði
miðaldasamfélag Bretlands og meginlandsins ekki það jafnvægi
sem fólst í draumi Morris um samhæfingu allra þrepa mannlífsins:
Eg vil að hver einstaklingur hljóti menntun í samræmi við getu sína ... ég
vil að hver og einn hljóti uppeldi og siðfágun í samræmi við meðfædda
gæsku og vinsemd en ekki samkvæmt því fjármagni sem foreldrar kunna að
eiga . . . ég vil ekki að nokkur maður eigi neina fjármuni nema sanngjörn
laun fyrir unnin störf . . . ég vil að þeir sem vinna erfiðisvinnu, sjómenn,
námumenn, jarðyrkjumenn og slíkir, njóti virðingar og tillitsemi, að þeim
séu greidd nægjanleg laun og að þeir njóti ríkulegra tómstunda.29
Miðaldaþjóðfélag Evrópu bauð því aðeins upp á lausn að hluta
til - aðeins ófullkomna ímynd þeirrar fullkomlega heilsteyptu
menningar sem Morris sá fyrir sér. Fyrir Forrafaelíta, sem Morris
hafði verið tengdur, einkum Dante Gabriel Rossetti, héldu miðald-
ir áfram að vera meginuppspretta andlegrar orku, en Morris fannst
augljóslega eitthvað skorta á til að hans eigin þörfum væri fullnægt
og leitaði að lokum innblásturs annars staðar.
En fortíðin hélt áfram að hafa sterk áhrif á William Morris sem
taldi að langt hrörnunarskeið lægi milli miðalda og hans eigin sam-
tíðar. Og þegar kynni hans af Islandi, tungu þess og bókmenntum,
urðu meiri og dýpri, fór svo að lokum að Morris beindi athygli
sinni frá meginlandi Evrópu til smáríkisins Islands, þar sem hann
að lokum fann þá þjóðfélagsímynd sem hann gat best sætt sig við.
IV
A Islandi, einkum á Islandi á miðöldum, þótti Morris sem hugsjón
hans um pólitíska og félagslega einingu hefði tekið á sig áþreifanlega
mynd. Samkvæmt skilningi hans á íslensku þjóðfélagi hafði þar
verið dregið úr aðskilnaði einstaklingsins frá leiðtogunum, frá