Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 167
SKÍRNIR
RITDÓMAR
161
við öskju, sem þó er virk ef marka má nýrunnin hraun úr gígaröð inni í
henni, en almennt mun talið að kvikuþróin sé undir öskjunni, og að
sprungusveimurinn liggi gegnum hvort tveggja, kvikuþróna og öskjuna.
Og „gangur“ á 2 - 3 km dýpi á myndinni er mjög dularfullur. Raunar gæti
þessi mynd, og textinn um venzl megineldstöðvar og sprungusveims á bls.
20, gefið til kynna þann misskilning að hinir aflöngu sprungusveimar séu
„til hliðar við megineldstöð“ í stað þess að þeir liggja gegnum hana eftir
sprungustefnunni
I þverskurði af Heklu bls. 85 byrja og enda bæði hraun og gjóskulög með
sérkennilegum hætti, líkt og skorið hafi verið neðan af fjallinu áður en það
var lagt ofan á jörðina. Og 1845-hraunið virðist nánast hafa fallið af himn-
um ofan. Sama á við um Tindfjallamyndina bls. 98, nema hún er ennþá
skrítnari, með samfelldum jarðlögum hallandi til norðurs; og hvar eru mis-
gengin sem afmarka öskjuna? Hugmyndin að myndinni af hamfaragosi í
Tindfjöllum á bls. 100 er ágæt, en útfærslan hefði mátt vera fagmannlegri.
Eins og algengt mun vera í bókum sem þessum, tengjast myndirnar ekki
nauðsynlega megintextanum, heldur eru myndir og myndatextar eins kon-
ar „bók innan í bók“. Myndatextarnir gegna því stóru hlutverki, og segja
margir hverjir það sem segja þarf í stuttu máli. Sem dæmi um ófullnægjandi
texta má þó nefna, að meiri ástæða hefði verið að skýra gjóskusniðið á bls.
11 betur - hvaða lög eru þetta og hvar á landinu er sniðið tekið? - heldur
en koma með hinn ómarkvissa skýringarkafla við töfluna á bls. 13. Og það
er ekki rétt sem stendur í textanum við línuritið á bls. 94: „Einnig sést að
kísilsýrumagnið fellur hratt í upphafi gosa“ - grafið sýnir ekkert slíkt.
íslandseldar skiptast í 18 kafla, inngang þar sem gerð er grein fyrir hinum
stóru dráttum og helztu hugtökum eldvirkninnar, og 17 kafla þar sem lýst
er einstökum eldstöðvakerfum, en þau telur höfundur vera 32 að tölu.
Hugtakið eldstöðvakerfi er raunar tiltölulega nýtilkomið í eldfjallafræðina
og merkir hóp eldstöðva með sameiginlegar rætur: Megineldstöð, eins og
Krafla eða Askja í Dyngjufjöllum, myndar eina heild með gossprungunum
sem liggja gegnum hana; bergtegundir hvers kerfis mynda samstæða berg-
syrpu, sem oft hefur bergefnafræðileg sérkenni sem greina hana frá berg-
syrpum annarra eldstöðvakerfa. Þessi niðurröðun efnis í bókinni er bæði
haganleg og rökrétt, og jafnframt einkennandi fyrir hana að því leyti, að
höfundur hefur lagt sig í líma við að hafa í henni nýjustu niðurstöður rann-
sókna. í stíl bandarískra bóka af þessu tagi (Ari Trausti hefur reyndar þýtt
a.m.k. eina slíka) er í henni aragrúi af tölulegum staðreyndum - fjöldi,
stærð, magn, ártöl - og mikið efni hefur verið tekið saman í aðgengilegar
töflur. Bókin er því handhæg uppsláttarbók um hinar ýmsu eldstöðvar, svo
langt sem hún nær, og við hvern kafla gefur höfundur heimildalista sem
þeir geta leitað til, sem læra vilja meira. Hins vegar hygg ég að æði mikinn
áhuga þurfi til að lesa bókina frá upphafi til enda - til þess eru hún of brota-
kennd og stíllinn of hnökróttur. Hvarvetna blasir við að höfundur er ham-
Skírnir -11