Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 35
SKÍRNIR
LÍFSVIÐHORF SÍRA MATTHÍASAR
29
heldur lagði hann mikla áherslu á breytni manna og afskipti þeirra
af þróun samfélagsins. En þessi samfélagslega ábyrgð, sem er í anda
Lúthers sjálfs, er blönduð barnalegum hugmyndum nýguðfræð-
innar um guðsríkið.
í stað guðsríkis kom heimsstyrjöld. Þess vegna biðu kenningar
nýguðfræðinnar, m. a. um „guðsríkisneistann" og „guðsríkis-
kornið“ í manninum, meiri háttar skipbrot. Menn geta einnig gert
sér í hugarlund, hvert skipbrot hinar fögru hugsjónir Brandesar
máttu þola, en hann lifði allt til 1927, niðurbrotinn maður. Matthí-
as lifði það ekki að móta nýja guðfræði á rústum fyrri heimsstyrj-
aldarinnar, en upp úr þeim rústum reis sú guðfræði, sem mótað
hefur kirkjur og kristindóm upp frá því eins og fyrr var að vikið.
Það er raunsæisstefna, ef svo má að orði komast, vitund um firr-
ingu og sekt, um breyskleika og vanmátt mannsins, um tvíræðni
allra hans athafna, allrar þekkingar og visku, um tvíræðni allra
framfara - en samt boðskapur um upprisu, þ. e. a. s. hugrekki og
von í tvíræðum heimi.
7. Vísindi og trú
Aður var örlítið vikið að hugmyndum Matthíasar um guðsríkið.
Þessar hugmyndir sverja sig mjög í ætt við almenna bjartsýni, sem
ríkti um aldamótin og var nátengd framförum í vísindum, tækni og
iðnaði. En stundum renna tvær grímur á Matthías frammi fyrir vís-
indum og tækni: er þetta allt svo gott, horfir þetta allt eindregið í
átt til hins betra?
Lítum á eina prédikun Matthíasar til athugunar á þessu. Það er
prédikun, sem hann flutti nokkrum sinnum: á Akureyri 1890, í
Lögmannshlíð 1893, aftur á Akureyri 1898, aftur í Lögmannshlíð
1897 á 5. sd. e. páska og enn á Akureyri 6. sd. e. þrettánda 1899.
Prédikun þessi er til í handriti á Landsbókasafni. Ahugaverðar
breytingar, sem hann hefur gert á ræðunni frá upphafi, gefa vís-
bendingar um viðhorfsbreytingar hans m.a. til vísinda og tækni.
Ekki er ljóst hvenær þær eru gerðar, væntanlega hefur hann gert
einhverjar breytingar í hvert skipti sem prédikunin var flutt. Leið-
réttingarnar eru gerðar með blýanti en prédikunin að öðru leyti
skrifuð með penna.