Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 26

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 26
20 GUNNAR KRISTJÁNSSON SKÍRNIR ill guðfræðingur og fjallar um margvísleg málefni samtímans í hinu mikla ritsafni sínu. Hann naut mikils álits og hefur verið talinn mesti guðfræðingur únitara í Ameríku. Helstu ásteytingarsteinar hans í kenningum kirkjunnar voru eins og við var að búast þrenn- ingarkenningin, friðþægingarkenningin og hið róttæka syndar- hugtak (eða kenningin um upprunasyndina). Verk hans voru mik- ið lesin enda rituð af frábærri rökfimi og eldmóði. Engan þarf því að undra, að Matthías í Móum hafi talið sig komast í feitt þar sem rit Channings voru. Gagnrýni á þrenningarlærdóminn hefur oft komið fram í kirkju- sögunni. Upphaf únitara er rakið til siðbótaraldarinnar, þótt fyrsta únitarafélagið hafi ekki verið stofnað fyrr en 1774 í London sem kristið sértrúarfélag. Áherslan var einkum á mannúðarstarfsemi og siðfræði. Vel er hugsanlegt, að hinn mikli áhugi Matthíasar á þjóð- málum eigi rætur sínar að rekja til áhrifa frá Channing. En eitt megineinkenni únitara vestanhafs á nítjándu öld var mikil virkni í þjóðlífinu og þátttaka í stjórnmálum. Channing ritaði mikið um þjóðfélagsmál, gerði t.d. ítarlega úttekt á þrælahaldi í einu rita sinna. Svo mikið er víst, að skömmu eftir áföllin, sem Matthías varð fyrir þegar hann sat í Móum, hvarf hann frá prestskap um nokkurra ára skeið. Tók hann þá við ritstjórn þjóðmálablaðsins Þjóðólfs (1874-81) og ritaði að staðaldri um þjóðmál. Þegar hann settist í ritstjórastólinn hafði hann um nokkurt skeið lesið verk Channings dyggilega. 5. Paul Carus Matthías minnist stundum á Carus, heimspeking í Chicago. Fram- an af metur Matthías hann þó ekki mikils eins og kemur fram í bréfi til síra Jóns Bjarnasonar 12. júní 1891: „Og hvaða Guð gefur sá góði og gáfaði dr. Carus og hans consortar oss? Persónulausan kosmus, sem bæði er creans og creatus, subj. og obj. og allt mögu- legt - nema Guð. Og sálin? Hún er heilinn og líffærin. Og ódauð- leikinn? Kimære og egoistical nonsense!“n En í bréfi til Hannesar Þorsteinssonar fimm árum síðar (20. febr- úar 1896) segir Matthías: „Ég les heimspeki af krafti, en hneigist miklu nær monismus eða agnosticismus. Dr. P. Carus er brilliant.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.