Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 155
SKÍRNIR
RITDÓMAR
149
tré. Höfundur orðaleitarbókar ætti ekki einungis að spyrja spurningarinn-
ar „hvaða samheiti hefur orðið íré?“, heldur miklu fremur „hvaða orð er
líklegt að þann notanda vanti sem sættir sig ekki við orðið tré og flettir því
upp til að finna eitthvað annað?“ Eftir því sem ég kemst næst er lítið til um
rannsóknir á því hvernig fólk notar orðabækur í raun og veru. Við verðum
því að reyna að ímynda okkur líklegustu þarfir þess. Sá sem flettir upp orð-
inu tré gæti t. d. hugsanlega verið að leita að:
(a) samheiti, þ. e. a. s. orði sem hefur sömu merkingu, en önnur blæ-
brigði, t. d. „skáldlegra“ orði eins og meiður;
(b) skyldu orði, sem álitamál er hvort telja beri samheiti, svo sem orðinu
runni\
(c) yfirheiti, t. d. trékenndplanta, jafnvelplanta, lífvera;
(d) undirheiti, t. d. álmur, björk, birki o. s. frv.;
(e) yfirsafnheiti sem nær yfir orðið tré, t. d. lundur, skógur, gróður;
(f) undirsafnheiti sem nær yfir sum tré, t. d. víðikjarr, jafnvel limgerði.
Það er eflaust mikið álitamál hvaða þörfum á helzt að reyna að sinna. Af
eigin reynslu þykir mér líklegt að orðaleit stefni oftar frá hinu almenna til
hins sérstaka en öfugt, þannig að mikilvægara sé að tilgreina undirheiti en
yfirheiti. Ætli notandi samheitabókar sé ekki oftast að leita að nákvæmara
orði en því sem hann hefur handbært? Ef hins vegar undirbúningsvinna að
samningu samheitabókar á m. a. að felast í að greina merkingarsvið nægi-
lega vel til að gera kleift að vísa alltaf frá yfirheitum til undirheita, þá hlýtur
sama vinna að nýtast til að vísa frá undirheitum til yfirheita.
Gerum nú ráð fyrir að samheitabók sé gerð eftir þeim nótum að öllum
hugsanlegum þörfum framangreinds notanda verði svarað, þá er ljóst að
millivísanakerfi bókarinnar þyrfti að vera mun flóknara en er í IS. Til greina
gæti komið að merkja orð sem yfirheiti, undirheiti o. s. frv. Slíkar merking-
ar tíðkast kannski ekki í samheitabókum, en gætu engu að síður orðið mjög
gagnlegar6.
Ef við endurskoðun IS yrði horfið að því ráði að bæta millivísanakerfi
bókarinnar verulega og tilgreina t. d. undirheiti, þá yrði jafnframt að
endurskoða val orða í bókina. Ekkert ætti þá t. d. að vera því til fyrirstöðu
að taka upp orð sem hafa ekkert eiginlegt samheiti. í Skímugrein sinni seg-
ist Svavar hafa sniðgengið mikið af sjaldgæfum orðum sem hann haldi að
eigi ekki mikið erindi í bókina og bætir við:
Eg hef að mestu sleppt sérfræðiorðum, t. d. í náttúrufræði, enda er
lítið um samheiti í faglegu og tæknilegu máli. Orðin rafmagn og
sími eiga sér engin samheiti í nútímamáli og standa því ekki í
samheitaorðabók. Eg hef lagt áherslu á að taka fyrst og fremst virkan
orðaforða málsins og hinn almenna orðaforða þess.