Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 44

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 44
38 GUNNAR KRISTJÁNSSON SKIRNIR notaði til þess skáldsögur sínar. Það eru ekki hugmyndir, sem skáldsögur hans snúast um heldur persónur, mannverur af holdi og blóði úr ýmsum áttum með margvíslega reynslu og tilhneigingar. Þetta viðhorf, þar sem gengið er út frá reynslu mannsins, tilfinn- ingum, hinu hversdagslega striti og amstri, hugsýki og hugrekki, virðast þeir Dostojevskí og Matthías eiga sameiginlegt. En það sem skilur þá að er raunar hyldýpi í mannskilningi þótt báðir væru sömu trúar. Dostojevskí var kristinn maður af heilum hug eins og bækur hans bera með sér auk ritgerða sem hann samdi. Afi hans var prestur í rússnesku kirkjunni. Dostojevskí þekkti ekki bjartsýni hinna engilsaxnesku únitara. Hans viðmiðun var synda- fallið, hinn breyski maður, þar sem engin skil eru milli góðs og ills, góðra manna og vondra manna. En ekki aðeins syndafallið; uppris- an myndar baksviðið allt. Hjá Matthíasi var trúin á það góða í manninum bjargföst, trúin á guðsneistann og hina siðrænu kröfu. Hjá Matthíasi er hin barns- lega trú á guðsríkið í öndvegi en víðsfjarri Dostojevskí. Hjá Dost- ojevskí kemur vonin ekki innan frá úr hjarta mannsins, heldur úr annarri átt. Það er trú upprisunnar, hinnar þverstæðukenndu vonar, sem gegnsýrir verk rússneska skáldsins, en sú trú virðist Matthíasi býsna fjarlæg. En efinn er samt til staðar hjá þeim báðum, jafnvel í guðsríkis- hugmyndum Matthíasar, því að efinn er ekki óvinur trúarinnar. Að trúa er að taka áhættu og hverri áhættu fylgir efi. Þess vegna er ef- inn þáttur í lifandi trú og sérhverri skapandi lífsafstöðu. Það bera verk Matthíasar með sér. Hitt er dapurlegra um svo mikinn áhrifa- vald í íslensku trúarlífi, að hin kirkjulega hefð og þeir digru sjóðir sem þar er að finna hafi ekki vakið áhuga Matthíasar. Það er einnig dapurlegt, að hin yfirborðskennda og léttvæga guðsríkishugmynd nýguðfræðinnar ásamt röngum mannskilningi, eins og fyrri heims- styrjöldin átti eftir að leiða í ljós að ónefndri þeirri síðari, hafi átt svo sterk tök á þessum mikla andans manni. Loks kynni einhverj- um að þykja það vafasamur heiður að teljast mestur áhrifavaldur á trúarskilning þjóðarinnar á þessari öld. Hvað sem því líður er hitt víst, að Matthías var maður lífshásk- ans og barðist með fagrar hugsjónir að leiðarljósi - sem fæstar urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.