Skírnir - 01.04.1987, Síða 44
38
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKIRNIR
notaði til þess skáldsögur sínar. Það eru ekki hugmyndir, sem
skáldsögur hans snúast um heldur persónur, mannverur af holdi og
blóði úr ýmsum áttum með margvíslega reynslu og tilhneigingar.
Þetta viðhorf, þar sem gengið er út frá reynslu mannsins, tilfinn-
ingum, hinu hversdagslega striti og amstri, hugsýki og hugrekki,
virðast þeir Dostojevskí og Matthías eiga sameiginlegt.
En það sem skilur þá að er raunar hyldýpi í mannskilningi þótt
báðir væru sömu trúar. Dostojevskí var kristinn maður af heilum
hug eins og bækur hans bera með sér auk ritgerða sem hann samdi.
Afi hans var prestur í rússnesku kirkjunni. Dostojevskí þekkti ekki
bjartsýni hinna engilsaxnesku únitara. Hans viðmiðun var synda-
fallið, hinn breyski maður, þar sem engin skil eru milli góðs og ills,
góðra manna og vondra manna. En ekki aðeins syndafallið; uppris-
an myndar baksviðið allt.
Hjá Matthíasi var trúin á það góða í manninum bjargföst, trúin
á guðsneistann og hina siðrænu kröfu. Hjá Matthíasi er hin barns-
lega trú á guðsríkið í öndvegi en víðsfjarri Dostojevskí. Hjá Dost-
ojevskí kemur vonin ekki innan frá úr hjarta mannsins, heldur úr
annarri átt. Það er trú upprisunnar, hinnar þverstæðukenndu
vonar, sem gegnsýrir verk rússneska skáldsins, en sú trú virðist
Matthíasi býsna fjarlæg.
En efinn er samt til staðar hjá þeim báðum, jafnvel í guðsríkis-
hugmyndum Matthíasar, því að efinn er ekki óvinur trúarinnar. Að
trúa er að taka áhættu og hverri áhættu fylgir efi. Þess vegna er ef-
inn þáttur í lifandi trú og sérhverri skapandi lífsafstöðu. Það bera
verk Matthíasar með sér. Hitt er dapurlegra um svo mikinn áhrifa-
vald í íslensku trúarlífi, að hin kirkjulega hefð og þeir digru sjóðir
sem þar er að finna hafi ekki vakið áhuga Matthíasar. Það er einnig
dapurlegt, að hin yfirborðskennda og léttvæga guðsríkishugmynd
nýguðfræðinnar ásamt röngum mannskilningi, eins og fyrri heims-
styrjöldin átti eftir að leiða í ljós að ónefndri þeirri síðari, hafi átt
svo sterk tök á þessum mikla andans manni. Loks kynni einhverj-
um að þykja það vafasamur heiður að teljast mestur áhrifavaldur á
trúarskilning þjóðarinnar á þessari öld.
Hvað sem því líður er hitt víst, að Matthías var maður lífshásk-
ans og barðist með fagrar hugsjónir að leiðarljósi - sem fæstar urðu