Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 118
112
MAGNÚS FJALLDAL
SKÍRNIR
gjafa sína á sinn fund til að ákveða, hvernig landvörnum skyldi háttað. En
þó svo að eitthvað væri ákveðið, þá entist sú ákvörðun ekki mánuðinn á
enda. Loks var svo komið, að enginn vildi taka að sér herstjórn, heldur
flýðu allir sem fætur toguðu.6
Allar götur frá 991 og fram til 1012 er enski annállinn einstæð
heimild um eina stórkostlegustu fjárkúgun sögunnar. Samkvæmt
honum greiddu Englendingar víkingum sem hér segir:
árið 991: 22.000 pund silfurs
árið 994: 16.000 pund silfurs
árið 1002: 24.000 pund silfurs
árið 1006: 30.000 pund silfurs
árið 1007: 36.000 pund silfurs
árið 1009: 3.000 pund silfurs (bara í Kent)
árið 1012: 48.000 pund silfurs
eða 179.000 pund silfurs á 21 ári. Ekki endar þessi skattlagning
heldur 1012 af því, að víkingum hafi þótt nóg komið, heldur lagði
Sveinn tjúguskegg undir sig landið allt árið 1013.
A fyrrnefndum tveimur áratugum er þó þessi fjárkúgun víkinga
sakleysisleg í samanburði við aðrar athafnir þeirra. Á þessu tímabili
eru framin mestu grimmdarverk, sem enskir annálaritarar kunna
frá að segja, og það á báða bóga. Hér átti Aðalráður hinn ráðlausi
upphafið og sannaði enn sem fyrr hæfileika sína sem stjórnanda.
Árið 1002 barst honum til eyrna sá orðrómur, að norrænir menn
hygðust steypa honum af stóli, og á degi heilags Brice (13. nóvem-
ber) lét hann til skarar skríða og fyrirskipaði, að allir norrænir
þegnar í ríki hans skyldu teknir af lífi, hvar sem til þeirra næðist. I
blóðbaðinu, sem á eftir fylgdi, var fjöldi norrænna manna í þjón-
ustu konungs sjálfs myrtir og sömuleiðis systir Sveins tjúguskeggs,
sem verið hafði í gíslingu hjá konungi.
Sveinn konungur og víkingar almennt fylltust bræði við þessi
voðaverk og leituðu hefnda. Meira að segja fégræðgi víkinga, sem
heimamenn höfðu hingað til getað reitt sig á, varð að víkja fyrir
hefndarfíkn þeirra. Lítum á eitt dæmi um þetta úr enska annálnum
(árið 1012). Víkingar hafa erkibiskupinn af Kantaraborg í haldi og
ætla sér í fyrstu að fá lausnargjald fyrir hann: