Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 89
SKÍRNIR LÍF ER AÐ VAKA EN EKKI AÐ DREYMA
83
Ekki má heldur gleyma því að skáldvitund Huldu samsamar
hana venjulega hinu smáa og veika öfugt karlskáldum samtímans.
I ummælum um verk sín gerir hún þau ómerkileg, sbr. orð hennar
um rugluskiíffuna, en það er skúffan sem hún geymdi skáldskap
' 79
sinn í.
Síðast en ekki síst má nefna náttúrukveðskap Huldu því að hann
tengist sjálfsvitund skáldkonunnar þótt hann teljist ekki viðfangs-
efni þessarar ritgerðar. Hulda heldur sig við hefðina að öllu leyti
hvað þetta varðar. Homans orðar það svo:
. . . ljóð eftir konur eru enn takmörkuð af hinum ýmsu myndum karla-
valdsins og líkast til mun það ekki breytast. . . . Ef konur ætla sér að verða
skáld þá mega þær ekki samþykkja að líta á sig sem dætur náttúrunnar og
sem parta úr heimi hlutanna.80
I sjálfsvitund sinni er Hulda bæld af þjóðfélagi sem tignar róm-
antíska snillinginn og miklar gildi hans en dregur hæfileika hennar
í efa. Eg hygg að reginmunurinn á Huldu og karlskáldunum sé
fólginn í þessari ólíku sjálfsvitund. Annars vegar er rómantíski
snillingurinn sem ætlar að sigra heiminn, fullur af lífi og lífsþorsta,
alfrjáls. Hins vegar er náttúrubarnið sem nær ekki að þroskast því
að það er alltaf bundið við heimahagana, fullt af þrám, en fangið.
Tilvísanir og heimildir
1. Lord Macaulay. „Moore’s Life of Lord Byron". Macaulay’s Literary
Essays, Vol. 2. T. Nelson & Sons, Ltd., bls. 82.
2. Margaret Homans. Woman Writers and Poetic Identity. Princeton
University 1980, bls. 3.
3. Hér verður einvörðungu fjallað um fyrstu bók Huldu, Kvæði sem kom
út í Reykjavík 1909, en ljóð hennar eru öll samin á blómaskeiði ís-
lenskrar nýrómantíkur.
4. Friedrich Nietzsche. „Vom höheren Menschen“. Also sprach Zara-
thustra. Fr. Nietzsche. Werke in zwei Bánden I. Múnchen 1973, bls.
747.
5. Arni Pálsson. „Um Jóhann Sigurjónsson". Á víð og dreif. Reykjavík
1947, bls. 48.
6. Ivar Orgland. Stefánfrá Hvítadal. Reykjavík 1962, bls. 218.
7. Þórbergur Þórðarson. íslenskur aðall (3. prentun). Reykjavík 1971,
bls. 10.