Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 185

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 185
SKIRNIR RITDÓMAR 179 Húsin fá steypu í mótin svo þau stækki og stækki. En við; okkur er gefið lýsi svo við stækkum og stækkum. Ljósgrá steypan verður hörð og sterk svo húsin fjúki ekki með vindinum útí buskann. En við spennum vöðvana í von um að verða harðir og sterkir eins og húsin. Helst vildum við vera úr steypu, úr ljósgrárri steypu með járn- kalla í fingrunum. (178) Þegar þessir hugprúðu riddarar leggja í krossferð sína upp hringstiga fokhelda hússins, vopnaðir naglaspýtum, hefnist þeim fyrir „ofmetnað" sinn því „grár“ veruleikinn skerst í „leikinn“; Garðar hrapar og deyr og veröld þessara drengja glatar sakleysi sínu. Fallið er útlistun þess ósam- ræmis húsa og barna sem þarna viðgengst. Borgin virðist ekki bjóða upp á „náttúrulegt“ umhverfi fyrir frjóar barnssálir í mótun og Vœngjaslátturinn fjallar um örvæntingarfulla leit að náttúru í Hverfinu. Dúfurnar koma strákunum í snertingu við náttúruna og sköpunarútrás fá þeir í kofa- byggingum. Jafnframt má segja að bygging kofaþorpsins sé tilraun til að byggja Hverfið á nýjaleik, þar sem hin fyrri „heimssköpun“ hafi ekki átt sér stað með þarfir barna í huga. Tortíming kofaþorpsins er því endurnýjað hrun þessarar strákamenningar, en nú verður ljóst að „fallið“ kollvarpar jafnframt heimi fullorðinna, þeim heimi sem við mætum í Eftirmálanum, og það er gegn þeim heimi sem veðurguðirnir efna til syndaflóðs. Hrun strákamenningarinnar tákngerist meðal annars með því að börn birtast einungis sem ópersónulegur og ónafngreindur hópur í Eftirmálan- um, tímakennsluflokkur Daníels prests sem nú stígur fram af baksviði fyrri bóka og gerist mikilvæg sögupersóna ásamt Sigríði konu sinni. Af öðrum persónum þekktum við best fyrir Anton rakara, en könnumst einnig við Sigga pylsusala og söðlasmiðinn sagnaglaða er í ölteiti á verkstæði sínu þyl- ur frásagnir yfir fjórtán trillukörlum og bóndanum Gunnari, sem eins og nafni hans forðum neitar að yfirgefa sveit sína - allt eins þótt hún sé komin inn í miðja borg. Þessir karlar mynda því með sanni eins konar sérheim í veröld verksins. En hér eru einnig fleiri annarlegir karlar á ferli, einkum drukknuð skipshöfn sem er merkileg hliðstæða trillukarlahópsins: á með- an annar flokkurinn lætur sefjast af „lygisögum“ þeim sem renna af vörum söðlasmiðsins, er hinn hópurinn ljóslifandi draugasaga sem fólkið í hverf- inu upplifir. Loks má nefna grænklædda vofu með klakahröngl í skeggi og konuhaus undir handleggnum, en henni bregður einnig fyrir í ágætri smá- sögu Einars, „Þegar örlagavindarnir blésu“, sem birtist í Tímariti Máls og menningar í fyrra (3/1986). Þar er að sjá sem vofan valdi bílslysi og dauða og hún tengist einnig örlagaríkum atburðum hér. Aður en vikið verður nánar að því sem fram fer í Eftirmálanum langar mig að ræða örlítið efnistök höfundar í fyrri verkum, í þeirri von að það glöggvi sýn yfir sagnagerð Einars til þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.