Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 30
24
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
skapurinn um Jesúm sé ekki finnanlegurí boðskap Jesú sjálfs. Þetta
er hin sígilda formúla nýguðfræðinnar: fagnaðarerindið eða boð-
skapur sá sem fluttur er í kirkjunni er ekki finnanlegur í boðskap
þeim sem Jesús flutti sjálfur.18 Nýguðfræðin tefldi með öðrum
orðum fram Jesú guðspjallanna gegn Kristi kirkjunnar.
Þetta atriði kemur víða afar skýrt fram hjá Matthíasi. Sem dæmi
má taka hughreystingarbréf hans til vinar síns Þórhalls Bjarnarson-
ar biskups 2. jan. 1911, þar sem Matthías segir:
Skást er að bera sig að verða aftur barn, - barn einhvers ósýnilegs föður,
föður andanna, ljósanna, barnanna, föður allra sorga og allrar gleði, föður
allra þessara viðkvæmu strengja, sem ná gegnum öll hin ótölulegu hjörtu,
sem stríða og strítt hafa á þessari jörð og gera þau öll að einni taug eða festi
í hinni sönnu alföður-hendi. Og fyrst og seinast: föður guðsbarnsins -
guðsmannsins, hins stríðanda og deyjanda frelsara Jesú Krists, sem um-
fram alla, alla, flutti oss orð hins eilífa lífs. Eg hef studerað mörg rit um
spurningu nútímans: „Jesús eða Kristur?" Og ég held ánægður fast við
mína skoðun, þá, að hin sundurlausu og að sumu leyti fátæklegu og ófull-
komnu guðspjöll birti oss miklu meir af Guðs dýrð í honum, sem þessi rit
kalla Guðsson, heldur en allur hinn mikli quasi-dýrðarvefur Páls postula
og kirkjunnar. Hver dauðlegur maður, þótt spámaður kallist, postuli eða
spekingur og skáld, getur gert Jesúm meiri og æðri og betri eða vegsam-
legri, en hann var og birtist í hinum einföldu frásögnum guðspjallanna?...
Að smáhækka Jesúm með guðdómlegum nafnbótum og metorðum í „uni-
versinu“, uns hann er orðin 2. persóna þrenningarinnar: - hvað á það allt
að þýða?19
Þessi stutti bréfskafli felur í sér ótrúlega margt af því sem segja
mætti um Matthías. Hugtökin, sem hann notar um Guð, eins og
faðir, faðir andanna, ljósanna eru óneitanlega einkennandi fyrir
margt af því sem Matthías ritaði bæði í bundnu máli og óbundnu.
Og glíman við skilninginn á stöðu Jesú er einnig afar sterkur þáttur
í guðfræðilegri umfjöllun hans. Matthías hafnaði hefðbundnum
skilningi á Jesú þegar hann lítur svo á, að sonurinn sé sama eðlis og
faðirinn og þar af leiðandi einn af þrenningunni. Hins vegar hafnar
Matthías því, að Jesús sé ekkert annað en maður rétt eins og aðrir
menn. En sá var skilningur únitara. Matthías lítur á Jesúm sem guð-
mann, „milliveru“ milli Guðs og manna.
I jólaprédikun í Akureyrarkirkju 1895 (skv. handriti á Lands-
bókasafni) kemst Matthías svo að orði um jólabarnið og þá virðast