Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 30

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 30
24 GUNNAR KRISTJÁNSSON SKÍRNIR skapurinn um Jesúm sé ekki finnanlegurí boðskap Jesú sjálfs. Þetta er hin sígilda formúla nýguðfræðinnar: fagnaðarerindið eða boð- skapur sá sem fluttur er í kirkjunni er ekki finnanlegur í boðskap þeim sem Jesús flutti sjálfur.18 Nýguðfræðin tefldi með öðrum orðum fram Jesú guðspjallanna gegn Kristi kirkjunnar. Þetta atriði kemur víða afar skýrt fram hjá Matthíasi. Sem dæmi má taka hughreystingarbréf hans til vinar síns Þórhalls Bjarnarson- ar biskups 2. jan. 1911, þar sem Matthías segir: Skást er að bera sig að verða aftur barn, - barn einhvers ósýnilegs föður, föður andanna, ljósanna, barnanna, föður allra sorga og allrar gleði, föður allra þessara viðkvæmu strengja, sem ná gegnum öll hin ótölulegu hjörtu, sem stríða og strítt hafa á þessari jörð og gera þau öll að einni taug eða festi í hinni sönnu alföður-hendi. Og fyrst og seinast: föður guðsbarnsins - guðsmannsins, hins stríðanda og deyjanda frelsara Jesú Krists, sem um- fram alla, alla, flutti oss orð hins eilífa lífs. Eg hef studerað mörg rit um spurningu nútímans: „Jesús eða Kristur?" Og ég held ánægður fast við mína skoðun, þá, að hin sundurlausu og að sumu leyti fátæklegu og ófull- komnu guðspjöll birti oss miklu meir af Guðs dýrð í honum, sem þessi rit kalla Guðsson, heldur en allur hinn mikli quasi-dýrðarvefur Páls postula og kirkjunnar. Hver dauðlegur maður, þótt spámaður kallist, postuli eða spekingur og skáld, getur gert Jesúm meiri og æðri og betri eða vegsam- legri, en hann var og birtist í hinum einföldu frásögnum guðspjallanna?... Að smáhækka Jesúm með guðdómlegum nafnbótum og metorðum í „uni- versinu“, uns hann er orðin 2. persóna þrenningarinnar: - hvað á það allt að þýða?19 Þessi stutti bréfskafli felur í sér ótrúlega margt af því sem segja mætti um Matthías. Hugtökin, sem hann notar um Guð, eins og faðir, faðir andanna, ljósanna eru óneitanlega einkennandi fyrir margt af því sem Matthías ritaði bæði í bundnu máli og óbundnu. Og glíman við skilninginn á stöðu Jesú er einnig afar sterkur þáttur í guðfræðilegri umfjöllun hans. Matthías hafnaði hefðbundnum skilningi á Jesú þegar hann lítur svo á, að sonurinn sé sama eðlis og faðirinn og þar af leiðandi einn af þrenningunni. Hins vegar hafnar Matthías því, að Jesús sé ekkert annað en maður rétt eins og aðrir menn. En sá var skilningur únitara. Matthías lítur á Jesúm sem guð- mann, „milliveru“ milli Guðs og manna. I jólaprédikun í Akureyrarkirkju 1895 (skv. handriti á Lands- bókasafni) kemst Matthías svo að orði um jólabarnið og þá virðast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.