Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 145
SKÍRNIR
RITDÓMAR
139
samheitabækur eins og ég kýs frekar að kalla þær - eru næsta margvíslegar.
Ef við reynum að flokka þær eftir markmiðum, þá yrðu flokkarnir hins
vegar aðeins tveir, og markmið bókanna í flokkunum tveimur í vissum
skilningi andstæð. I öðrum flokknum yrðu bækur sem leitast við að gera
greinarmun á orðum. I slíkri bók eru undir hverju aðalflettiorði tilgreind
tiltölulega fá orð með sömu eða mjög skylda merkingu, og reynt er í
skýringum, einatt löngum, að gera grein fyrir ólíkri notkun þeirra, ólíkum
blæbrigðum og stílgildi, gjarnan með mörgum tilvitnunum. A ensku er al-
gengt að kalla slíka bók dictionary of synonyms; við skulum kalla hana að-
greiningarorðabók. í hinum flokknum yrðu bækur sem leitast við að hjálpa
notendum sínum að finna orð. 1 þeim eru undir hverju aðalflettiorði til-
greind tiltölulega mörg orð eða orðasambönd með merkingu sem er meira
eða minna lík eða skyld; þeim fylgja sjaldnast skýringar, þótt ekki sé það
óþekkt. Á ensku má líka kalla slíka bók dictionary of synonyms-, en senni-
lega er algengara að kalla hana thesaurus eftir hinni fyrstu sem út kom á
Englandi (árið 1852) og samin var af Peter Mark Roget3. Við skulum kalla
slíka bók orðaleitarbók. I bókum úr báðum flokkum er venja að gera and-
heitum einhver skil.
Þessir flokkar þyrftu ekki að vera skýrt afmarkaðir. Ekkert mælir gegn
því að ein bók reyni að sinna báðum markmiðum. Fullkomin samheitabók
mundi eflaust sinna þeim báðum jafnt, en yrði þá óhæfilega mikil vexti. I
reynd er sjaldnast nokkur vafi á til hvors flokksins tiltekin samheitabók á
að teljast. Að vísu mun oftast reynt að gera aðgreiningarorðabækur þannig
úr garði að unnt sé að nota þær sem orðaleitarbækur að einhverju marki,
og eins og áður sagði er ekki óþekkt að orðaskýringar finnist í orða-
leitarbókum.
Bækur innan hvors flokksins geta verið ólíkar. I orðaleitarbók Rogets
var orðum ekki raðað eftir stafrófsröð heldur eftir merkingu, þannig að
fyrst var öllum orðum skipt í sex meginflokka eftir víðustu merkingarsvið-
um, hverjum meginflokk í smærri flokka, sem aftur var skipt í enn smærri
flokka. Minnstu flokkarnir urðu eitt þúsund talsins; og í hverjum þeirra
áttu að lenda saman orð og orðasambönd með skylda merkingu. (Sumir
vilja enn einskorða orðið thesaurus við bækur þar sem orðum er raðað með
sama eða svipuðum hætti.) Nú er þó langalgengast að stafrófsröð sé fylgt í
orðaleitarbókum. En jafnvel orðaleitarbækur sem raðað er eftir stafrófsröð
geta verið mjög ólíkar. Ræðst munurinn þá einkum af tvennu: hvaðamerk-
ingu höfundar þeirra leggja í orðið samheiti og hvers konar kerfi af millivís-
unum milli flettiorða þeir nota.
Sú staðreynd að verulegur munur skuli vera á erlendum samheitabókum
er kannski vísbending um að enn sé þeirri spurningu ekki fullsvarað hvern-
ig slík bók skuli vera úr garði gerð. Því meiri ástæða er til að velta henni
vandlega fyrir sér.
Ljóst er að IS er ekki aðgreiningarorðabók, því að hún hefur engar orð-
skýringar og gerir enga tilraun til að greina sundur merkingar orða. Ég