Skírnir

Volume
Issue

Skírnir - 01.04.1987, Page 145

Skírnir - 01.04.1987, Page 145
SKÍRNIR RITDÓMAR 139 samheitabækur eins og ég kýs frekar að kalla þær - eru næsta margvíslegar. Ef við reynum að flokka þær eftir markmiðum, þá yrðu flokkarnir hins vegar aðeins tveir, og markmið bókanna í flokkunum tveimur í vissum skilningi andstæð. I öðrum flokknum yrðu bækur sem leitast við að gera greinarmun á orðum. I slíkri bók eru undir hverju aðalflettiorði tilgreind tiltölulega fá orð með sömu eða mjög skylda merkingu, og reynt er í skýringum, einatt löngum, að gera grein fyrir ólíkri notkun þeirra, ólíkum blæbrigðum og stílgildi, gjarnan með mörgum tilvitnunum. A ensku er al- gengt að kalla slíka bók dictionary of synonyms; við skulum kalla hana að- greiningarorðabók. í hinum flokknum yrðu bækur sem leitast við að hjálpa notendum sínum að finna orð. 1 þeim eru undir hverju aðalflettiorði til- greind tiltölulega mörg orð eða orðasambönd með merkingu sem er meira eða minna lík eða skyld; þeim fylgja sjaldnast skýringar, þótt ekki sé það óþekkt. Á ensku má líka kalla slíka bók dictionary of synonyms-, en senni- lega er algengara að kalla hana thesaurus eftir hinni fyrstu sem út kom á Englandi (árið 1852) og samin var af Peter Mark Roget3. Við skulum kalla slíka bók orðaleitarbók. I bókum úr báðum flokkum er venja að gera and- heitum einhver skil. Þessir flokkar þyrftu ekki að vera skýrt afmarkaðir. Ekkert mælir gegn því að ein bók reyni að sinna báðum markmiðum. Fullkomin samheitabók mundi eflaust sinna þeim báðum jafnt, en yrði þá óhæfilega mikil vexti. I reynd er sjaldnast nokkur vafi á til hvors flokksins tiltekin samheitabók á að teljast. Að vísu mun oftast reynt að gera aðgreiningarorðabækur þannig úr garði að unnt sé að nota þær sem orðaleitarbækur að einhverju marki, og eins og áður sagði er ekki óþekkt að orðaskýringar finnist í orða- leitarbókum. Bækur innan hvors flokksins geta verið ólíkar. I orðaleitarbók Rogets var orðum ekki raðað eftir stafrófsröð heldur eftir merkingu, þannig að fyrst var öllum orðum skipt í sex meginflokka eftir víðustu merkingarsvið- um, hverjum meginflokk í smærri flokka, sem aftur var skipt í enn smærri flokka. Minnstu flokkarnir urðu eitt þúsund talsins; og í hverjum þeirra áttu að lenda saman orð og orðasambönd með skylda merkingu. (Sumir vilja enn einskorða orðið thesaurus við bækur þar sem orðum er raðað með sama eða svipuðum hætti.) Nú er þó langalgengast að stafrófsröð sé fylgt í orðaleitarbókum. En jafnvel orðaleitarbækur sem raðað er eftir stafrófsröð geta verið mjög ólíkar. Ræðst munurinn þá einkum af tvennu: hvaðamerk- ingu höfundar þeirra leggja í orðið samheiti og hvers konar kerfi af millivís- unum milli flettiorða þeir nota. Sú staðreynd að verulegur munur skuli vera á erlendum samheitabókum er kannski vísbending um að enn sé þeirri spurningu ekki fullsvarað hvern- ig slík bók skuli vera úr garði gerð. Því meiri ástæða er til að velta henni vandlega fyrir sér. Ljóst er að IS er ekki aðgreiningarorðabók, því að hún hefur engar orð- skýringar og gerir enga tilraun til að greina sundur merkingar orða. Ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue: Vor (01.04.1987)
https://timarit.is/issue/385860

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

Vor (01.04.1987)

Actions: