Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 53
SKÍRNIR
MATTHÍAS OG ÞJÓÐÓLFUR
47
inn, í allri sinni fátækt og með alla sína ómegð, yrði ekki nema einn
sveitarlimurinn til viðbótar. I þessum raunum var Skafti ritstjóri
Jósefsson einn fárra er studdu við bakið á Matthíasi.15 Að vísu var
Skafti ekki aflögufær um veraldleg efni svo vísast hefur það verið
andlegur stuðningur sem Matthías sótti til hans. I þessu kom glöggt
fram sá hæfileiki Matthíasar að troða illsakir við náungann án þess
að níða svo rækilega af honum æruna í leiðinni að aldrei gæti gróið
um heilt. Raunar var það ekki háttur Matthíasar að skattyrðast
mikið við einstaka menn.16 Enda orti hann um mitt ár 1874:
Að finna brest hjá breyskum er svo hægt,
og brotin dæma hart en tildrög vægt,
því heimskan sér ei hulda sakarbót
og höggr tréð en ei þess spilltu rót;
En þetta varast vinur sannleikans,
hann vægir jafnan breyskleik einstaks manns,
og slær ei veldishendi visið blóm,
en vonzka landsins fær sinn þunga dóm.17
Þetta voru alla tíð einkunnarorð Matthíasar og settu á manninn
mark. Og það er athyglisvert að þau ár sem hann var ritstjóri Þjóð-
ólfs einkenndust af ró og spekt á stjórnmálasviðinu og fá þing hafa
verið friðsamari en það sem var háð 1877.18 Til þessa báru margar
greinar. Konungskoman 1874 efldi mjög drottinhollustu Islend-
inga, stjórnarskráin komst í höfn, heilsa Jóns Sigurðssonar tók að
bila og hinir róttækustu leiðtogar stjórnfrelsisbaráttunnar fluttust
aftur heim á skerið frá Kaupmannahöfn og í gráum hversdagsleika
hvunndagslífsins fór fljótlega úr þeim mesti móðurinn.19 Og ekki
virðist fjarri lagi að álykta sem svo að Matthías hafi með Þjóðólfi
lagt sitt lóð á metaskálarnar til að svo færi, enda Þjóðólfur allt í
senn, elsta, virtasta og útbreiddasta blað landsins.
Framhjá hinu verður samt ekki litið að þó Matthías hefði óneit-
anlega hönd í bagga með að lægja öldurótið í íslensku þjóðlífi á
þessum árum, þá tókst honum ekki jafnvel að fylgja fram öðrum
sjónarmiðum sínum sem meðal annars lutu að eflingu innlendrar
verkmenningar. I þeim málum hafði hann strauminn í fangið. En
að tala um þau ár, sem Matthías ritstýrði Þjóðólfi, sem niður-
lægingartímabil í sögu blaðsins er að bera fyrir borð einmitt þetta