Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1987, Page 53

Skírnir - 01.04.1987, Page 53
SKÍRNIR MATTHÍAS OG ÞJÓÐÓLFUR 47 inn, í allri sinni fátækt og með alla sína ómegð, yrði ekki nema einn sveitarlimurinn til viðbótar. I þessum raunum var Skafti ritstjóri Jósefsson einn fárra er studdu við bakið á Matthíasi.15 Að vísu var Skafti ekki aflögufær um veraldleg efni svo vísast hefur það verið andlegur stuðningur sem Matthías sótti til hans. I þessu kom glöggt fram sá hæfileiki Matthíasar að troða illsakir við náungann án þess að níða svo rækilega af honum æruna í leiðinni að aldrei gæti gróið um heilt. Raunar var það ekki háttur Matthíasar að skattyrðast mikið við einstaka menn.16 Enda orti hann um mitt ár 1874: Að finna brest hjá breyskum er svo hægt, og brotin dæma hart en tildrög vægt, því heimskan sér ei hulda sakarbót og höggr tréð en ei þess spilltu rót; En þetta varast vinur sannleikans, hann vægir jafnan breyskleik einstaks manns, og slær ei veldishendi visið blóm, en vonzka landsins fær sinn þunga dóm.17 Þetta voru alla tíð einkunnarorð Matthíasar og settu á manninn mark. Og það er athyglisvert að þau ár sem hann var ritstjóri Þjóð- ólfs einkenndust af ró og spekt á stjórnmálasviðinu og fá þing hafa verið friðsamari en það sem var háð 1877.18 Til þessa báru margar greinar. Konungskoman 1874 efldi mjög drottinhollustu Islend- inga, stjórnarskráin komst í höfn, heilsa Jóns Sigurðssonar tók að bila og hinir róttækustu leiðtogar stjórnfrelsisbaráttunnar fluttust aftur heim á skerið frá Kaupmannahöfn og í gráum hversdagsleika hvunndagslífsins fór fljótlega úr þeim mesti móðurinn.19 Og ekki virðist fjarri lagi að álykta sem svo að Matthías hafi með Þjóðólfi lagt sitt lóð á metaskálarnar til að svo færi, enda Þjóðólfur allt í senn, elsta, virtasta og útbreiddasta blað landsins. Framhjá hinu verður samt ekki litið að þó Matthías hefði óneit- anlega hönd í bagga með að lægja öldurótið í íslensku þjóðlífi á þessum árum, þá tókst honum ekki jafnvel að fylgja fram öðrum sjónarmiðum sínum sem meðal annars lutu að eflingu innlendrar verkmenningar. I þeim málum hafði hann strauminn í fangið. En að tala um þau ár, sem Matthías ritstýrði Þjóðólfi, sem niður- lægingartímabil í sögu blaðsins er að bera fyrir borð einmitt þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.